Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vorkenni honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 17:31 Chiesa hefur aðeins spilað í 78 mínútur fyrir Rauða herinn frá skiptum hans í sumar. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Arne Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðs hans Liverpool við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skýrði út stöðu Ítalans Federico Chiesa hjá liðinu. Chiesa hefur verið inn og út úr hóp hjá enska liðinu frá skiptum hans til Bítlaborgarinnar í sumar. Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Sjá meira
Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Sjá meira