Innlent

Öryggis­verðir Kringlunnar með búk­­mynda­­vél

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Inga Rut Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Kringlunnar.
Inga Rut Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Arnar

Öryggisverðir í Kringlunni bera nú búkmyndavél á meðan þeir sinna störfum sínum. Markmiðið er sagt vera að auka öryggi öryggisvarða, starfsmanna og viðskiptavina.

Í tilkynningu til starfsmanna verslanna í Kringlunni kemur fram að 15. október síðastliðinn fóru öryggisverðir í Kringlunni að bera svokallaðar búkmyndavélar. Markmiðið sé að tryggja öryggi manna og eigna ásamt því að hafa ákveðinn fælingarmátt.

Búkmyndavél er upptökutæki sem er fest á vesti eða fatnað öryggisvarða og tekur hún upp hljóð og mynd.

Einungis verði kveikt á myndavélinni þegar öryggisverðir séu í afgreiðslu mála og þurfa þeir að tilkynna öllum viðeigandi að upptaka sé í gangi. Myndavélin gefi frá sér hljóð og blikkar rauðu ljósi þegar upptaka sé í gangi.

Hægt yrði að nýta búkmyndavélarnar sem sönnunargögn, til dæmis ef ráðist sé á starfsmann eða önnur brot eiga sér stað.

Upptökurnar verða þá einungis aðgengilegar öryggisstjóra Kringlunnar, Halldóri Gunnari Pálssyni. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en benti á Ingu Rut Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar.

Ekki náðist í Ingu Rut við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×