Fótbolti

Lið Hákonar með frá­bæran útisigur á Atletico Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan David skoraði tvö mörk fyrir Lille í Meistaradeildinni í kvöld.
Jonathan David skoraði tvö mörk fyrir Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Getty/Jose Breton

Lille, lið íslenska landsliðsmannsins Hákons Arnar Haraldssonar, vann í kvöld frábæran útisigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta. Það var nóg af útisigrum í Meistaradeildinni í kvöld.

Lille vann 3-1 sigur á Atletico Madrid í Madrid eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Hákon hefur verið lengi frá vegna meiðsla og missti af þessum leik.

Julián Álvarez kom Atletico í 1-0 strax á áttundu mínútu leiksins en Lille skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik.

Edon Zhegrova jafnaði metin á 61. mínútu og Jonathan David tryggði liðinu síðan sigurinn með tveinur mörkum á síðustu sextán mínútunum.

Lille er eftir leikinn í fimmtánda sæti en Atletico er bara í 27. sætinu sem myndi þýða að liðið væri úr leik.

Feyenoord vann 3-1 útisigur á Benfica eftir að hafa komist í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Antoni Milambo skoraði tvö mörk fyrir hollenska liðið og Ayase Ueda eitt mark. Kerem Akturkoglu minnkaði muninn fyrir Benfica.

Marcus Thuram tryggði Internazionale 1-0 útisigur á Young Boys en markið kom ekki fyrr en í uppbótatíma. Marko Arnautovic hafði klikkað á vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

Sandro Kulenovic og Bruno Petkovic tryggðu Dinamo Zagreb 2-0 útisigur á Salzburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×