„Algjörlega óforsvaranlegt að borgarstjóri skuli gera lítið úr okkur” Lovísa Arnardóttir skrifar 23. október 2024 23:28 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir víðtækt samráð hafa verið haft við íbúa í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grafarvogi segja ummæli borgarstjóri í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvorki honum né meirihluta borgarstjórnar til sóma. Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræddi í Bítinu áform um uppbyggingu í Grafarvogi en íbúar eru margir afar óánægðir. Íbúar krefjast þess að tekið verði tillit til þeirra áhyggjuefna og að leitað verði lausna sem samræmist betur þörfum og óskum íbúa í uppbyggingu í Grafarvogi. Í yfirlýsingu frá íbúum í nágrenni við Sóleyjatún sem send var út í kvöld um málið lista þau öll sín helstu áhyggjuefni við uppbyggingu við Sóleyjatún í Grafarvogi en það eru til dæmis ofurþétting byggðar á grænu svæði, að þéttleiki byggðar sé í ósamræmi við nærliggjandi byggð, skuggavarp, ófullnægjandi bílastæðafjölda og erfiðleika við snjómokstur. Þá segja þau aukna umferð fylgja þéttingunni og að öryggi barna sé stefnt í hættu. Helstu áhættuefnin má sjá að neðan í heild sinni. Einar sagði í Bítinu óánægju um uppbyggingu í hverfinu aðallega koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og vísaði til formanns íbúasamtaka í Grafarvogi „sem einhverrar reiðrar konu“. Hafa mótmælt og rökstutt mótmælin „Staðreyndin er sú að íbúar Grafarvogs hafa í miklum mæli mótmælt þessum áformum og rökstutt sín mótmæli með málefnalegum rökum byggðum á staðreyndum. Við sjáum okkur því knúin til að svara og ítreka mótmæli og rök íbúa gegn þessum áformum,“ segir í yfirlýsingu frá íbúunum. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Sigrún Ásta Einarsdóttir, Vignir Þór Sverrisson, Elísabet Einarsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Jóhanna Lilja Hom. Í yfirlýsingu þeirra er bent á að við þéttingaráform borginnar hafa verið skrifaðar 562 athugasemdir. Þar af séu 130 sem tengist sérstaklega þéttingaráformum í Sóleyjarrima. Þá hafi rím tvö þúsund undirritað mótmælalista við áformunum og um 1.200 mótmælt þéttingaráformum í Sóleyjarrima sérstaklega. Í Bítinu í morgun sagði Einar aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð og var farið í Grafarvogi í aðdraganda breytinganna. Þessu mótmæla íbúarnir. „Hægt er að setja út á nánast allt sem fram kom í máli borgarstjóra í morgun en sér í lagi fullyrðingar hans um að samráð við íbúa hafi verið með stórkostlegu móti. Það er alls ekki upplifun okkar íbúa Grafarvogs. Þvert á móti hafa fæstir fengið nokkra kynningu eða boð um samtal,“ segir í yfirlýsingu íbúanna. Dræm aðsókn komi ekki á óvart Þá segir að auglýsing um kynningu hafi verið illa auglýst og fundurinn sjálfur afar stuttur. Það sama megi segja um fund íbúaráðs sem hafi verið í beinni útsendingu. Hann hafi verið illa auglýstur og því illa sóttur. „Dræm aðsókn kemur okkur íbúum ekki á óvart því ekkert okkar sá auglýsingar um hann þó þetta mál hafi átt hug okkar allan undanfarnar vikur og mánuði. Borgarstjóri gleymir líka að taka fram að helmingur umsagnarfrests, vegna tillagna sem kynntar voru þann 26. september, var liðinn áður en tillögurnar sjálfar voru kynntar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þá segja þau íbúa hverfisins hafa þurft að verja miklum tíma í að ganga í hús til að láta vita af fyrirhuguðum framkvæmdum. „Eftir alla þá vinnu sem við höfum þurft að leggja á okkur í þessu máli er algjörlega óforsvaranlegt að borgarstjóri skuli gera lítið úr okkur með því að segja að þetta sé allt frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins komið. Við höfum gengið í hús og kynnt fyrirhugaðar framkvæmdir, af okkar einlæga áhuga á að halda í þau gildi og það umhverfi sem við veljum okkur að búa við. Við erum fullfær um að annast hagsmunagæslu okkar nærumhverfis sjálf.“ Helstu áhyggjuefni okkar íbúa við Sóleyjatún eru eftirfarandi samkvæmt yfirlýsingu: 1. Ofurþétting byggðar á grænu svæði: Íbúar telja að fyrirhuguð byggð á Sóleyjatúni sé of mikil og í engu samræmi við fyrri loforð borgaryfirvalda 2. Þéttleiki fyrirhugaðrar byggðar í hrópandi ósamræmi við nærliggjandi byggð: Áform eru um fleiri en 80 íbúðir (2ja & 3ja hæða blokkir) og 3ja hæða bílastæðahús á litla Sóleyjartúni (1,5 hektara). Slíkar framkvæmdir eru í engu samræmi við nærliggjandi byggð, sem samanstendur að mestu af einlyftum einbýlishúsum og raðhúsum á tveimur hæðum. 3. Skuggavarp og útsýnisskerðing: Margra hæða blokkir munu skapa skuggavarp og skerða útsýni og lífsgæði núverandi íbúa. 4. Ófullnægjandi bílastæðafjöldi: Byggingaráformin gera ráð fyrir 0,68 stæðum á íbúð, sem mun skapa mikinn bílastæðavanda fyrir bæði núverandi og nýja íbúa. 5. Erfiðleikar við snjómokstur: Snjómokstur hefur oft reynst erfiður í götunni og hefur Sóleyjarimi ósjaldan orðið einbreiður á veturna sökum þess. Þessi vandi mun aukast til muna þegar bílum nýrra íbúa verður lagt upp eftir götunni, eins og reynslan kennir okkur úr Gufuneshverfi. 6. Stór opin bílahús án eftirlits: Slík bygging við hlið grunnskóla getur auðveldlega orðið samkomustaður unglinga og mögulegt neyslurými fyrir fíkla með tilheyrandi ónæði og jafnvel öryggismissi íbúa. 7. Álag á þegar veika innviði: Skólar, leikskólar, umferðarmannvirki og aðrir innviðir munu eiga erfitt með að taka á móti fjölgun íbúa, barna og bifreiða sem þeim fylgja. Nú þegar eru leikskólar yfirfullir, frístundaheimili geta ekki tekið inn 7-8 ára börn og íbúar sitja löngum stundum fastir í umferð eftir að Gufuneshverfið byggðist upp. 8. Aukning umferðar og mengunar: Aukning umferðar mun leiða til meiri mengunar og skertari lífsgæða íbúa. 9. Öryggi barna: Aðþrengd og stóraukin umferð við eina af helstu gönguleiðum barna í Rimaskóla vekur áhyggjur um öryggi þeirra, sérstaklega á snjóþungum vetrum þegar gatan verður einbreið og göngustígar ekki ruddir. Þá hafa börnin neyðst til þess að ganga á götunni á leið sinni til skóla. 10. Lítil vitneskja íbúa um framkvæmdir: Kynningarferli Reykjavíkurborgar var ófullnægjandi og vita mjög fáir íbúar hvað er í vændum (sjá umsagnir í skipulagsgátt). Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Reykjavík Bítið Skipulag Tengdar fréttir Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. 7. október 2024 08:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Íbúar krefjast þess að tekið verði tillit til þeirra áhyggjuefna og að leitað verði lausna sem samræmist betur þörfum og óskum íbúa í uppbyggingu í Grafarvogi. Í yfirlýsingu frá íbúum í nágrenni við Sóleyjatún sem send var út í kvöld um málið lista þau öll sín helstu áhyggjuefni við uppbyggingu við Sóleyjatún í Grafarvogi en það eru til dæmis ofurþétting byggðar á grænu svæði, að þéttleiki byggðar sé í ósamræmi við nærliggjandi byggð, skuggavarp, ófullnægjandi bílastæðafjölda og erfiðleika við snjómokstur. Þá segja þau aukna umferð fylgja þéttingunni og að öryggi barna sé stefnt í hættu. Helstu áhættuefnin má sjá að neðan í heild sinni. Einar sagði í Bítinu óánægju um uppbyggingu í hverfinu aðallega koma frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og vísaði til formanns íbúasamtaka í Grafarvogi „sem einhverrar reiðrar konu“. Hafa mótmælt og rökstutt mótmælin „Staðreyndin er sú að íbúar Grafarvogs hafa í miklum mæli mótmælt þessum áformum og rökstutt sín mótmæli með málefnalegum rökum byggðum á staðreyndum. Við sjáum okkur því knúin til að svara og ítreka mótmæli og rök íbúa gegn þessum áformum,“ segir í yfirlýsingu frá íbúunum. Undir yfirlýsinguna skrifa þau Sigrún Ásta Einarsdóttir, Vignir Þór Sverrisson, Elísabet Einarsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Jóhanna Lilja Hom. Í yfirlýsingu þeirra er bent á að við þéttingaráform borginnar hafa verið skrifaðar 562 athugasemdir. Þar af séu 130 sem tengist sérstaklega þéttingaráformum í Sóleyjarrima. Þá hafi rím tvö þúsund undirritað mótmælalista við áformunum og um 1.200 mótmælt þéttingaráformum í Sóleyjarrima sérstaklega. Í Bítinu í morgun sagði Einar aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð og var farið í Grafarvogi í aðdraganda breytinganna. Þessu mótmæla íbúarnir. „Hægt er að setja út á nánast allt sem fram kom í máli borgarstjóra í morgun en sér í lagi fullyrðingar hans um að samráð við íbúa hafi verið með stórkostlegu móti. Það er alls ekki upplifun okkar íbúa Grafarvogs. Þvert á móti hafa fæstir fengið nokkra kynningu eða boð um samtal,“ segir í yfirlýsingu íbúanna. Dræm aðsókn komi ekki á óvart Þá segir að auglýsing um kynningu hafi verið illa auglýst og fundurinn sjálfur afar stuttur. Það sama megi segja um fund íbúaráðs sem hafi verið í beinni útsendingu. Hann hafi verið illa auglýstur og því illa sóttur. „Dræm aðsókn kemur okkur íbúum ekki á óvart því ekkert okkar sá auglýsingar um hann þó þetta mál hafi átt hug okkar allan undanfarnar vikur og mánuði. Borgarstjóri gleymir líka að taka fram að helmingur umsagnarfrests, vegna tillagna sem kynntar voru þann 26. september, var liðinn áður en tillögurnar sjálfar voru kynntar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þá segja þau íbúa hverfisins hafa þurft að verja miklum tíma í að ganga í hús til að láta vita af fyrirhuguðum framkvæmdum. „Eftir alla þá vinnu sem við höfum þurft að leggja á okkur í þessu máli er algjörlega óforsvaranlegt að borgarstjóri skuli gera lítið úr okkur með því að segja að þetta sé allt frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins komið. Við höfum gengið í hús og kynnt fyrirhugaðar framkvæmdir, af okkar einlæga áhuga á að halda í þau gildi og það umhverfi sem við veljum okkur að búa við. Við erum fullfær um að annast hagsmunagæslu okkar nærumhverfis sjálf.“ Helstu áhyggjuefni okkar íbúa við Sóleyjatún eru eftirfarandi samkvæmt yfirlýsingu: 1. Ofurþétting byggðar á grænu svæði: Íbúar telja að fyrirhuguð byggð á Sóleyjatúni sé of mikil og í engu samræmi við fyrri loforð borgaryfirvalda 2. Þéttleiki fyrirhugaðrar byggðar í hrópandi ósamræmi við nærliggjandi byggð: Áform eru um fleiri en 80 íbúðir (2ja & 3ja hæða blokkir) og 3ja hæða bílastæðahús á litla Sóleyjartúni (1,5 hektara). Slíkar framkvæmdir eru í engu samræmi við nærliggjandi byggð, sem samanstendur að mestu af einlyftum einbýlishúsum og raðhúsum á tveimur hæðum. 3. Skuggavarp og útsýnisskerðing: Margra hæða blokkir munu skapa skuggavarp og skerða útsýni og lífsgæði núverandi íbúa. 4. Ófullnægjandi bílastæðafjöldi: Byggingaráformin gera ráð fyrir 0,68 stæðum á íbúð, sem mun skapa mikinn bílastæðavanda fyrir bæði núverandi og nýja íbúa. 5. Erfiðleikar við snjómokstur: Snjómokstur hefur oft reynst erfiður í götunni og hefur Sóleyjarimi ósjaldan orðið einbreiður á veturna sökum þess. Þessi vandi mun aukast til muna þegar bílum nýrra íbúa verður lagt upp eftir götunni, eins og reynslan kennir okkur úr Gufuneshverfi. 6. Stór opin bílahús án eftirlits: Slík bygging við hlið grunnskóla getur auðveldlega orðið samkomustaður unglinga og mögulegt neyslurými fyrir fíkla með tilheyrandi ónæði og jafnvel öryggismissi íbúa. 7. Álag á þegar veika innviði: Skólar, leikskólar, umferðarmannvirki og aðrir innviðir munu eiga erfitt með að taka á móti fjölgun íbúa, barna og bifreiða sem þeim fylgja. Nú þegar eru leikskólar yfirfullir, frístundaheimili geta ekki tekið inn 7-8 ára börn og íbúar sitja löngum stundum fastir í umferð eftir að Gufuneshverfið byggðist upp. 8. Aukning umferðar og mengunar: Aukning umferðar mun leiða til meiri mengunar og skertari lífsgæða íbúa. 9. Öryggi barna: Aðþrengd og stóraukin umferð við eina af helstu gönguleiðum barna í Rimaskóla vekur áhyggjur um öryggi þeirra, sérstaklega á snjóþungum vetrum þegar gatan verður einbreið og göngustígar ekki ruddir. Þá hafa börnin neyðst til þess að ganga á götunni á leið sinni til skóla. 10. Lítil vitneskja íbúa um framkvæmdir: Kynningarferli Reykjavíkurborgar var ófullnægjandi og vita mjög fáir íbúar hvað er í vændum (sjá umsagnir í skipulagsgátt).
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Reykjavík Bítið Skipulag Tengdar fréttir Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. 7. október 2024 08:01 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur kynnt áform um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Áformin fela í sér að 500 íbúðir muni rísa þar á næstu árum, en fyrirvari er þó gerður um íbúasamráð og athugasemdir frá nærumhverfi. Fjölmargir íbúar Grafarvogs hafa lýst miklum áhyggjum af þessum áformum og hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun. 7. október 2024 08:01