Baráttan um Bandaríkin: „Hann veit hvað hann er að gera“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2024 07:52 Albert segir Trump vel vita hvað hann er að gera. „Hann veit hvað hann er að gera, að mínu mati. Og þess vegna heldur hann sínu,“ sagði Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra í Washington, um Donald Trump í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Staðan í skoðanakönnunum er enn þannig að vart sér á milli Trump og Kamölu Harris. Harris sótti verulega á eftir að hún tók við kyndlinum fyrir Demókrataflokkinn af Joe Biden forseta en síðan hefur dregist saman á milli frambjóðendanna og stuðningur við Trump staðið óhaggaður í gegnum hin ýmsu hneyksli. Meðal þeirra sem Trump hefur örugglega í horni sínu er enda stór hópur fólks sem þykir það hafa borið skarðan hlut frá borði í allmörg ár og verið hunsað af stjórnmálaelítinunni „í feninu“ í Washington, eins og Trump verður gjarna að orði. Þetta er til að mynda fólk sem býr í svokölluðu ryðbelti, þar sem verksmiðjustörf hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar framleiðsla fluttist úr landi. Albert, sem var sendiherra í Washington frá 2006 til 2009, segir þessa sögu ná 40 ár aftur í tímann. „Það er hægt að mæla þetta einhver fjörtíu ár aftur í tímann,“ sagði hann. „Þetta er kjaraskerðing sem á margar rætur; þetta er mjög flókið en eitt er að störfin fóru, það er eitt. Og síðan eru aðrir hópar, á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, að fá launahækkanir og hagnast á hlutabréfum og hvað það er... aftur, þetta er flókið. Og þetta fólk er ekki að fá það, þetta er ekki að skila sér til þessa fólks.“ „Hann er bara að spila á píanóið“ „Trump er ekki með eitthvað trix í þessum skilningi,“ sagði Albert. „Það er raunverulegur hópur sem hefur orðið illa úti. Það er bara þannig. Síðan er úti á kanti alls kyns furðulið, sem okkur finnst, og sást á 6. janúar 2021, þegar árásin var gerð á þinghúsið. En í grunninn eru þetta venjulegir Ameríkanar, mikið í þessum sveifluríkjum, lykilríkjum sem skipta öllu máli í þessum kosningum, og bara hafa umkvörtunarefni.“ „Hann er bara að spila á píanóið,“ sagði Albert um hinar ýmsu yfirlýsingar Trump, sem hafa vakið ótta hjá mörgum sem eru uggandi yfir mögulegu öðru kjörtímabili hans í Hvíta húsinu. Má þar nefna nýleg ummæli þar sem hann talaði um að kalla herinn til gegn andstæðingum sínum. Albert gefur ekki mikið fyrir stórkarlalega tilburði Trump og segir hann vera að höfða til ákveðins hóps. „Horfum bara á hans kjörtímabil; Bandaríkin fóru náttúrulega ekki á hliðina. Og hann fór ekkert stórkostlega út af sporinu. Með einni mjög mikilvægri undantekningu, sem var í kjölfar kosninganna 2020, þegar hann sakaði kerfið og andstæðinginn um kosningasvindl. Og árásin á þinghúsið, sem var skelfilegt fyrirbæri fyrir Bandaríkjamenn, flesta, hún átti auðvitað rætur í þessum ásökunum Trump um kosningasvindl, að kosningunum hefði verið stolið.“ Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Staðan í skoðanakönnunum er enn þannig að vart sér á milli Trump og Kamölu Harris. Harris sótti verulega á eftir að hún tók við kyndlinum fyrir Demókrataflokkinn af Joe Biden forseta en síðan hefur dregist saman á milli frambjóðendanna og stuðningur við Trump staðið óhaggaður í gegnum hin ýmsu hneyksli. Meðal þeirra sem Trump hefur örugglega í horni sínu er enda stór hópur fólks sem þykir það hafa borið skarðan hlut frá borði í allmörg ár og verið hunsað af stjórnmálaelítinunni „í feninu“ í Washington, eins og Trump verður gjarna að orði. Þetta er til að mynda fólk sem býr í svokölluðu ryðbelti, þar sem verksmiðjustörf hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar framleiðsla fluttist úr landi. Albert, sem var sendiherra í Washington frá 2006 til 2009, segir þessa sögu ná 40 ár aftur í tímann. „Það er hægt að mæla þetta einhver fjörtíu ár aftur í tímann,“ sagði hann. „Þetta er kjaraskerðing sem á margar rætur; þetta er mjög flókið en eitt er að störfin fóru, það er eitt. Og síðan eru aðrir hópar, á öðrum svæðum í Bandaríkjunum, að fá launahækkanir og hagnast á hlutabréfum og hvað það er... aftur, þetta er flókið. Og þetta fólk er ekki að fá það, þetta er ekki að skila sér til þessa fólks.“ „Hann er bara að spila á píanóið“ „Trump er ekki með eitthvað trix í þessum skilningi,“ sagði Albert. „Það er raunverulegur hópur sem hefur orðið illa úti. Það er bara þannig. Síðan er úti á kanti alls kyns furðulið, sem okkur finnst, og sást á 6. janúar 2021, þegar árásin var gerð á þinghúsið. En í grunninn eru þetta venjulegir Ameríkanar, mikið í þessum sveifluríkjum, lykilríkjum sem skipta öllu máli í þessum kosningum, og bara hafa umkvörtunarefni.“ „Hann er bara að spila á píanóið,“ sagði Albert um hinar ýmsu yfirlýsingar Trump, sem hafa vakið ótta hjá mörgum sem eru uggandi yfir mögulegu öðru kjörtímabili hans í Hvíta húsinu. Má þar nefna nýleg ummæli þar sem hann talaði um að kalla herinn til gegn andstæðingum sínum. Albert gefur ekki mikið fyrir stórkarlalega tilburði Trump og segir hann vera að höfða til ákveðins hóps. „Horfum bara á hans kjörtímabil; Bandaríkin fóru náttúrulega ekki á hliðina. Og hann fór ekkert stórkostlega út af sporinu. Með einni mjög mikilvægri undantekningu, sem var í kjölfar kosninganna 2020, þegar hann sakaði kerfið og andstæðinginn um kosningasvindl. Og árásin á þinghúsið, sem var skelfilegt fyrirbæri fyrir Bandaríkjamenn, flesta, hún átti auðvitað rætur í þessum ásökunum Trump um kosningasvindl, að kosningunum hefði verið stolið.“
Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira