Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Hún segir sýkinguna líklega koma frá dýrum og því allar líkur á að hún komi úr matvælum. Hins vegar takist ekki alltaf að sýna fram á uppruna sýkinga.
Sex börn liggja inni á Landspítalanum þessa stundina og eru tvö þeirra á gjörgæslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa börn á fimm af sjö deildum Mánagarðar veikst. Samanlagt eru átján börn í eftirliti hjá Landspítalanum þessa stundina.
Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga einhverjir leikskólakennarar börn á Sólgarði sem er systurskóli Mánagarðs og heyrir undir Félagsstofnun stúdenta. Veikindin á Mánagarði hafa meðal annars haft þau áhrif að foreldra barna á Sólgarði hafa verið hvattir til að vera heima með börn sín vegna undirmönnunar.
Að neðan má sjá upplýsingar frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi E.coli sýkingu.
Einkenni E.coli sýkingar
- Niðurgangur
- Kviðverkur
- Ógleði og/eða uppköst
Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5–7 dögum. Hluti þeirra sem smitast fá blóðugan niðurgang.
Smitleiðir
- Ein helsta smitleiðin er með menguðum matvælum og vatni.
- Smit getur einnig verið á milli einstaklinga, helst hjá litlum börnum t.d. með leikföngum eða mataráhöldum.
- Beint smit frá dýrum í menn er einnig þekkt.
Meðgöngutími
- Meðgöngutími sýkingarinnar, það er tími frá smiti til einkenna frá meltingarvegi, er yfirleitt 2–4 sólarhringar.
Greining
- Saursýni er sent í ræktun til að staðfesta sýkingu.
Meðferð
- Drekka vel af vökva
- Hvíld
- Almennt er ekki mælt með sýklalyfjum vegna þess að þau geta aukið hættuna á alvarlegum fylgikvillum og þau virðast ekki hjálpa til við að meðhöndla sýkinguna.
- Oftast fer meðferð fram heima með því að drekka vel og hvíla sig, í slæmum tilfellum þarf innlögn á sjúkrahús.
Hvað get ég gert?
- Drekka vel af vökva sem inniheldur sölt, til dæmis vatnsblandaða íþróttadrykki (t.d. Gatorade, Powerade, Aquarius), tærar bollasúpur eða léttsykrað te. Einnig er hægt að kaupa sykursaltvatnsblöndur í apóteki. Best er að drekka oft og lítið í einu.
- Forðast skal sterkan, fituríkan og brasaðan mat. Einnig sykraðar vörur eins og gosdrykki, ávaxtasafa og sæta safa. Kaffi og orkudrykki ætti einnig að forðast.
- Ekki skal taka inn lyf til að stöðva niðurgang - það hægir á meltingarkerfinu og kemur í veg fyrir að líkaminn losi sig við eiturefnin.
- Ekki skal mæta til vinnu, skóla eða í dagvistun fyrr en 48 tímum frá því að einkenni eru farin.
Frekari upplýsingar um niðurgang hjá börnum og niðurgang hjá fullorðnum.
Forvarnir
- Passa upp á geymslu og eldun matvæla
- Hreinlæti í eldhúsi og passa upp á handþvott, sérstaklega fyrir meðferð matvæla, eftir salernisferðir og eftir snertingu við dýr
- Drekka hreint vatn á ferðalögum
- Æskilegt er að þvo og/eða afhýða hrátt grænmeti og ávexti fyrir neyslu
- Forðast að gleypa ómeðhöndlað yfirborðsvatn í sundlaugum, heitum pottum, gosbrunnum, ám, lækjum og tjörnum.
Hvenær skal leita aðstoðar?
Ef grunur eru um E. coli smit skal hafa samband við heilsugæsluna, símaráðgjöf í síma 1700
Leita til bráðamóttökunnar ef:
- Er einkenni eru svæsin
- Mikill niðurgangur og/eða blóðugur niðurgangur
- Mikill slappleiki og þróttleysi
- Kviðverkur