Gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2024 16:40 Bæði maðurinn og konan sem gerðu árásina í gær eru sögð vera meðlimir í Verkamannaflokki Kúrda. AP/Validated UGC Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda. Tveir árásarmenn, maður og kona, ruddu sér leið inn í höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries í Ankara í gær. Árásin hófst á stórri sprengingu en talið var upprunalega að þar hefði einn vígamaður til viðbótar sprengt sig í loft upp. Svo virðist þó ekki vera. Eins og áður segir létu fimm manns lífið í árásinni og 22 særðust, þar á meðal sjö sérsveitarmenn. Því var lýst yfir í gær að fjórir hefðu fallið en sá fimmti var leigubílsstjóri sem árásarmennirnir eru sagðir hafa myrt fyrir árásina, til að taka bíl hans. Yfirvöld í Tyrklandi segja að maðurinn og konan hafi verið felld. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur samkvæmt BBC lýst því yfir að bæði maðurinn og konan hafi verið meðlimir í PKK. Þau eru sögð hafa heitið Ali Orek og Mine Sevjin Alcicek. Meðlimir PKK, sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi og víðar, hafa um árabil barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands og hefur þessi barátta oft verið mjög blóðug. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meðlimir PKK hafa starfað með sýrlenskum Kúrdum eða YPG í Sýrlandi, sem leitt hafa samtökin SDF á undanförnum árum. Tyrkir hafa reglulega gert loftárásir gegn báðum hópum í Sýrlandi og einnig gegn PKK í Írak. Ráðamenn í Tyrklandi segja árásir næturinnar hafa beinst að 47 skotmörkum eins og hellum og vöruskemmum og að 59 vígamenn liggi í valnum eftir loftárásirnar í nótt en leiðtogar YPG segja tólf óbreytta borgara hafa fallið. Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Írak Sýrland Hernaður Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Tveir árásarmenn, maður og kona, ruddu sér leið inn í höfuðstöðvar Turkish Aerospace Industries í Ankara í gær. Árásin hófst á stórri sprengingu en talið var upprunalega að þar hefði einn vígamaður til viðbótar sprengt sig í loft upp. Svo virðist þó ekki vera. Eins og áður segir létu fimm manns lífið í árásinni og 22 særðust, þar á meðal sjö sérsveitarmenn. Því var lýst yfir í gær að fjórir hefðu fallið en sá fimmti var leigubílsstjóri sem árásarmennirnir eru sagðir hafa myrt fyrir árásina, til að taka bíl hans. Yfirvöld í Tyrklandi segja að maðurinn og konan hafi verið felld. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur samkvæmt BBC lýst því yfir að bæði maðurinn og konan hafi verið meðlimir í PKK. Þau eru sögð hafa heitið Ali Orek og Mine Sevjin Alcicek. Meðlimir PKK, sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi og víðar, hafa um árabil barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands og hefur þessi barátta oft verið mjög blóðug. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meðlimir PKK hafa starfað með sýrlenskum Kúrdum eða YPG í Sýrlandi, sem leitt hafa samtökin SDF á undanförnum árum. Tyrkir hafa reglulega gert loftárásir gegn báðum hópum í Sýrlandi og einnig gegn PKK í Írak. Ráðamenn í Tyrklandi segja árásir næturinnar hafa beinst að 47 skotmörkum eins og hellum og vöruskemmum og að 59 vígamenn liggi í valnum eftir loftárásirnar í nótt en leiðtogar YPG segja tólf óbreytta borgara hafa fallið.
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Írak Sýrland Hernaður Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira