Handbolti

Frækin ferð Kolstad til Ung­verja­lands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson kom sterkur inn á lokakaflanum og skoraði tvö mikilvæg mörk.
Benedikt Gunnar Óskarsson kom sterkur inn á lokakaflanum og skoraði tvö mikilvæg mörk. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Kolstad vann tveggja marka útisigur á PICK Szeged í Íslendingaslag í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Norska liðið hafði aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum en sótti tvö mikivæg stig til Ungverjalands.

Kolstad vann leikinn 29-27 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 11-10.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö dýrmæt mörk fyrir Kolstad í seinni hálfleiknum.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kolstad eins og Benedikt en Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað þrátt fyrir að reyna tvö skot.

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk úr sex skotum fyrir ungverska liðið en hann klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum í leiknum.

Mario Sostaric og Imanol Garciandia voru markahæstir hjá Szeged með níu mörk hvor en Adrian Aalberg skoraði mest sjö mörk fyrir Kolstad.

Szeged hafði unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í keppninni fyrir leikinn í kvöld og alls þrjá af fyrstu fimm leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×