Sport

Var að drepast en hugsaði ekki í eina sekúndu um að hún vildi ekki vera þarna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mari Jaersk píndi sig í keppninni enda að glíma við liðþófameiðsli. Hún komst lengra en hún bjóst við.
Mari Jaersk píndi sig í keppninni enda að glíma við liðþófameiðsli. Hún komst lengra en hún bjóst við. Vísir/Vilhelm

Mari Jaersk glímdi við liðþófameiðsli í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en náði engu að síður að klára fimmtíu hringi.

Hún hljóp alls 333 kílómetra og í meira en tvo sólarhringa þrátt fyrir að liðþófinn væri að angra hana.

Mari píndi sig áfram og komst lengra en flestir bjuggust við sem vissu af hnémeiðslum hennar.

Hún þakkaði öllum fyrir allar kveðjurnar í spistli á samfélagsmiðlum. Mari segist þar vera í hreinskilni sagt mjög ánægð með afrakstur sinn í keppninni.

„Ég bjóst alls ekki við að ná svona langt með mín meiðsl,“ skrifaði Mari.

„Auðvitað vildi ég meira og ég mun koma til baka og hlakka mikið til þess! Það sem stendur upp úr er að allan þennan tíma, sem ég hljóp, þá langaði mig til þess. Ég hugsaði ekki í eina sekúndu um það að mig langaði ekki vera þarna, þrátt fyrir að ég væri að drepast,“ skrifaði Mari.

Hún segir mikinn heiður að fá að vera með en að hún hefði hundrað prósent vilja gera betur.

„Við vorum svo heppinn með veður og alla umgjörð. Takk elsku Elísabet Margeirs fyrir allt sem þú hefur brasað í kringum þetta. Þetta er sturlað. Ég er í skýjunum og langar svo mikið meira,“ skrifaði Mari.

Það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Þor­leifur bak­garðs­hlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut

Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi.

Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi

Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra.

„Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta“

Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×