Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum Kolbrún Halla Guðjónsdóttir skrifar 25. október 2024 11:00 Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun