Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2024 11:50 Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, bendir á að þing hafi verið rofið og setur spurningamerki við umboð starfsstjórnar. Vísir/Vilhelm Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Innlent Fleiri fréttir Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Sjá meira
„Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Innlent Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Innlent Trump lék ruslakarl í Wisconsin Erlent Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Innlent Fleiri fréttir Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans Frestur til að skila framboðslistum rennur út í dag Ógnuðu afgreiðslumanni með hníf Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ „Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ „Flokkarnir urðu skíthræddir“ Flestir treysta Miðflokknum best fyrir málefnum hælisleitenda Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Þjónusturof hjá fötluðum börnum og hamfaraflóð á Spáni Sjá meira