Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2024 17:02 Flestir telja að Sigmundur Davíð og Inga Sæland væru bestu drykkjufélagarnir. Vísir/Vilhelm/Grafík Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu sem var gerð dagana 15. til 18. október síðastliðna fyrir nýjasta þátt hlaðvarpsins Komið gott. Svarendur voru 970 talsins, en 876 svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Þátttakendur voru spurðir út í hvaða formann stjórnmálaflokks, sem hefur sæti á Alþingi, myndu þeir helst vilja fá sér drykk með, áfengan eða óáfengan? Maskína Réttrúmur fjórðungur, eða 25,3 prósent, myndu ekki vilja fá sér drykk með neinum þeirra. Af því undanskildu voru Sigmundur Davíð og Inga Sæland vinsælust. 18,9 prósent myndu velja Sigmund og 14,4 prósent væru til í drykk með Ingu. Á eftir þeim koma þrjú saman með lítið á milli sín. Tíu prósent myndu velja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. 9,2 prósent vilja drekka með Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Og 8,8 prósent væru til í drykk með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Á hverju ári hittast stjórnmálaleiðtogarnir og fá sér drykk á Gamlársdag. Það gera þeir í Kryddsíldinni á Stöð 2.Vísir/Hulda Á eftir Bjarna kemur félagi hans úr ríkisstjórninni, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, með 6,6 prósent. Þar á eftir er fyrrverandi stjórnarmeðlimurinn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með 3,8 prósent. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hjá Pírötum rekur lestina, en þrjú prósent myndu helst vilja fá sér drykk með henni. Sigmundur með karlhylli en Inga með kvenhylli Ýmsar viðbótarupplýsingar fylgja könnuninni. Úr þeim má til að mynda lesa að Sigmundur er langvinsælastur meðal karla, en 28 prósent þeirra myndu helst vilja drekka með honum. Flestar konur, eða 34,7 prósent, myndu ekki vilja drekka með neinum, en af formönnunum var Inga Sæland vinsælust með 20,4 prósent. Þess má síðan geta að Sigmundur er ekki eins vinsæll hjá konum, en 8,3 prósent kvenna myndu helst vilja drykk með honum. Og Inga er ekki eins vinsæl hjá körlum, en 9,2 prósent þeirra myndu drekka með henni. Þorgerður, Svandís og Þórhildur voru vinsælli hjá konum, en Kristrún, Bjarni og Sigurður hjá körlum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín í Kryddsíldinni 2021.Vísir/Hulda Ef þeir sem myndu ekki vilja drekka með neinum eru teknir út fyrir sviga myndi yngsti og elsti aldurshópurinn helst drekka með Ingu. Það er annars vegar þeir sem eru 18 til 29 ára og hins vegar þeir sem eru sextíu ára og eldri. Í öðrum aldurshópum, sem ná samanlagt frá 30 til 59 ára er Sigmundur vinsælastur. En hvern myndir þú vilja ræða við um pólitík? Maskína spurði þátttakendur líka út í hvaða formann þeir myndu helst vilja ræða við pólítík. Aftur valdi um fjórðungur ekki neinn. Sigmundur var líka vinsælastur af formanninum þegar spurt var út í stjórnmálaumræðurnar, með 17,4 prósent. Kristrún tekur stórt stökk þar, en 15,7 prósent myndu helst vilja ræða við hana. Maskína Svo koma fyrrverandi flokkssystkinin Bjarni og Þorgerður. Hann fær 11,1 prósent en hún 9,7 prósent. Fólk virðist spenntara fyrir partýi með Ingu heldur en pólitísku spjalli, en 7,9 prósent myndu helst vilja ræða viða hana. Svo kemur Sigurður Ingi með 5,6 prósent, Svandís með 4,3 prósent, og Þórhildur Sinna með 3,5 prósent. Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu sem var gerð dagana 15. til 18. október síðastliðna fyrir nýjasta þátt hlaðvarpsins Komið gott. Svarendur voru 970 talsins, en 876 svöruðu tóku afstöðu til spurningarinnar. Þátttakendur voru spurðir út í hvaða formann stjórnmálaflokks, sem hefur sæti á Alþingi, myndu þeir helst vilja fá sér drykk með, áfengan eða óáfengan? Maskína Réttrúmur fjórðungur, eða 25,3 prósent, myndu ekki vilja fá sér drykk með neinum þeirra. Af því undanskildu voru Sigmundur Davíð og Inga Sæland vinsælust. 18,9 prósent myndu velja Sigmund og 14,4 prósent væru til í drykk með Ingu. Á eftir þeim koma þrjú saman með lítið á milli sín. Tíu prósent myndu velja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. 9,2 prósent vilja drekka með Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar. Og 8,8 prósent væru til í drykk með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Á hverju ári hittast stjórnmálaleiðtogarnir og fá sér drykk á Gamlársdag. Það gera þeir í Kryddsíldinni á Stöð 2.Vísir/Hulda Á eftir Bjarna kemur félagi hans úr ríkisstjórninni, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, með 6,6 prósent. Þar á eftir er fyrrverandi stjórnarmeðlimurinn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, með 3,8 prósent. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hjá Pírötum rekur lestina, en þrjú prósent myndu helst vilja fá sér drykk með henni. Sigmundur með karlhylli en Inga með kvenhylli Ýmsar viðbótarupplýsingar fylgja könnuninni. Úr þeim má til að mynda lesa að Sigmundur er langvinsælastur meðal karla, en 28 prósent þeirra myndu helst vilja drekka með honum. Flestar konur, eða 34,7 prósent, myndu ekki vilja drekka með neinum, en af formönnunum var Inga Sæland vinsælust með 20,4 prósent. Þess má síðan geta að Sigmundur er ekki eins vinsæll hjá konum, en 8,3 prósent kvenna myndu helst vilja drykk með honum. Og Inga er ekki eins vinsæl hjá körlum, en 9,2 prósent þeirra myndu drekka með henni. Þorgerður, Svandís og Þórhildur voru vinsælli hjá konum, en Kristrún, Bjarni og Sigurður hjá körlum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín í Kryddsíldinni 2021.Vísir/Hulda Ef þeir sem myndu ekki vilja drekka með neinum eru teknir út fyrir sviga myndi yngsti og elsti aldurshópurinn helst drekka með Ingu. Það er annars vegar þeir sem eru 18 til 29 ára og hins vegar þeir sem eru sextíu ára og eldri. Í öðrum aldurshópum, sem ná samanlagt frá 30 til 59 ára er Sigmundur vinsælastur. En hvern myndir þú vilja ræða við um pólitík? Maskína spurði þátttakendur líka út í hvaða formann þeir myndu helst vilja ræða við pólítík. Aftur valdi um fjórðungur ekki neinn. Sigmundur var líka vinsælastur af formanninum þegar spurt var út í stjórnmálaumræðurnar, með 17,4 prósent. Kristrún tekur stórt stökk þar, en 15,7 prósent myndu helst vilja ræða við hana. Maskína Svo koma fyrrverandi flokkssystkinin Bjarni og Þorgerður. Hann fær 11,1 prósent en hún 9,7 prósent. Fólk virðist spenntara fyrir partýi með Ingu heldur en pólitísku spjalli, en 7,9 prósent myndu helst vilja ræða viða hana. Svo kemur Sigurður Ingi með 5,6 prósent, Svandís með 4,3 prósent, og Þórhildur Sinna með 3,5 prósent.
Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Fleiri fréttir Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Sjá meira