Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 15:36 Loftsteinarák yfir Norður-Makedóníu. Árekstrar loftsteina voru mun tíðari og stærri þegar jörðin var enn í bernsku sinni. Þeir virðast hafa hjálpað lífi að ná fótfestu á sinn hátt. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að loftsteinaárekstur sem var margfalt stærri en sá sem grandaði risaeðlunum hafi hjálpað lífverum með því að dreifa næringarefnum um jörðina. Talið er að höfin hafi soðið og stærsta flóðbylgja sem vitað er um hafi fylgt árekstrinum. Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira