Leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast í World Series Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 23:00 Japaninn Shohei Ohtani hefur átt ótrúlegt tímabil en hann er líka á ótrúlegum samningi. Los Angeles Dodgers getur orðið meistari í fyrsta sinn í fjögur ár. Getty/Sean M. Haffey Úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series, hefst í kvöld en hægt verður að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Hafnabolti Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira
Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Hafnabolti Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira