Íslenski boltinn

Vil­hjálmur Alvar dæmir úr­slita­leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson ræðir við Víkinginn Aron Elís Þrándarson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson ræðir við Víkinginn Aron Elís Þrándarson. vísir/diego

Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni.

Búið er að gefa út hverjir dæma leikina í lokaumferð Bestu deildar karla. Fimm leikir fara fram í dag og deildinni lýkur svo með leik Víkinga og Blika á morgun.

Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn en honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson. Ívar Orri Kristjánsson verður fjórði dómari en hann dæmir leik KR og HK í Laugardalnum í dag.

Jóhann Ingi Jónsson dæmir leik Vestra og Fylkis og Gunnar Oddur Hafliðason sér um flautuleik í viðureign Fram og KA.

Erlendur Eiríksson dæmir leik Stjörnunnar og FH og Pétur Guðmundsson heldur um taumana í leik Vals og ÍA á Hlíðarenda.

Þess má geta að Vilhjálmur Alvar dæmdi fyrsta deildarleik Víkings og Breiðabliks í sumar. Víkingar unnu þá 4-1 sigur í 3. umferðinni, 21. apríl.

Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar.

  • Lokaumferðin í Bestu deild karla
  • Laugardagur 26. október
  • 14:00 Fram - KA (Stöð 2 Sport 5)
  • 14:00 Vestri - Fylkir (Stöð 2 BD)
  • 14:00 KR - HK (Stöð 2 Sport)
  • 16:15 Valur - ÍA (Stöð 2 Sport)
  • 16:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5)
  • 18:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport)


  • Sunnudagur 27. október
  • 18:30 Víkingur R. - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
  • 21:00 Stúkan (Stöð 2 Sport)

Tengdar fréttir

„Undir niðri kraumar bullandi rígur“

Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma.

Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina

Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×