Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2024 13:01 Friðjón Friðjónsson segir söguna sýna að Trump fái oft meira upp úr kössunum en kannanir gefi til kynna. Getty/Vísir/Vilhelm Allt er í járnum í Bandaríkjunum nú þegar rúm vika er í forsetakosningar þar ytra. Borgarfulltrúi segir söguna sýna að Trump fái oft meira fylgi en kannanir gefi til kynna. Óttast er að umsátursástand myndist við kjörstaði vegna ólgu í tengslum við kosningarnar. Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn þegar einungis rúm vika er í forsetakosningar vestanhafs. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir allt í járnum þó erfitt sé að taka mark á könnunum þar ytra. „Traust fólks á könnunum er eins og það er. Trump var undirmældur herfilega árið 2016 og 2020, það er að segja hann fékk miklu fleiri atkvæði hlutfallslega en búist var við.“ Sagði Friðjón Friðjónsson og tekur fram að fólk sé mögulega tregara til að viðurkenna í könnunum að það ætli að kjósa Trump. Demókratar stressaðir „Það eru margir Demókratar mjög stressaðir vegna þess að Trump hefur einmitt fengið meira fylgi en hann hefur fengið í könnunum.“ Von sé á langri kosninganótt þann fimmta nóvember og bendir allt til þess að það muni venju samkvæmt taka marga daga að telja atkvæði. „Svo sjáum við alls konar fréttir um að menn séu að búast við lögbönnum og lögsóknum og svo framvegis. Menn eru byrjaðir að draga niðurstöður kosninganna í efa nú þegar.“ Ofbeldi og umsátur Mikil ólga er í tengslum við kosningarnar og segir Friðjón því miður margt benda til þess að umsátur og ofbeldi muni eiga sér stað við kjörstaði. „Og talningarstaði og svo framvegis. Svona svipað umsátursástand og varð 2020.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Kamala Harris og Donald Trump mælast enn hnífjöfn þegar einungis rúm vika er í forsetakosningar vestanhafs. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir allt í járnum þó erfitt sé að taka mark á könnunum þar ytra. „Traust fólks á könnunum er eins og það er. Trump var undirmældur herfilega árið 2016 og 2020, það er að segja hann fékk miklu fleiri atkvæði hlutfallslega en búist var við.“ Sagði Friðjón Friðjónsson og tekur fram að fólk sé mögulega tregara til að viðurkenna í könnunum að það ætli að kjósa Trump. Demókratar stressaðir „Það eru margir Demókratar mjög stressaðir vegna þess að Trump hefur einmitt fengið meira fylgi en hann hefur fengið í könnunum.“ Von sé á langri kosninganótt þann fimmta nóvember og bendir allt til þess að það muni venju samkvæmt taka marga daga að telja atkvæði. „Svo sjáum við alls konar fréttir um að menn séu að búast við lögbönnum og lögsóknum og svo framvegis. Menn eru byrjaðir að draga niðurstöður kosninganna í efa nú þegar.“ Ofbeldi og umsátur Mikil ólga er í tengslum við kosningarnar og segir Friðjón því miður margt benda til þess að umsátur og ofbeldi muni eiga sér stað við kjörstaði. „Og talningarstaði og svo framvegis. Svona svipað umsátursástand og varð 2020.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira