Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 18:07 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. Þessu greinir Birgir frá á Facebook-síðu hans. „Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár,“ segir í færslunni. Hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðning frá bæði kjörnefnd og nánum samstarfsmönnum sem hafi hvatt hann til að skipa áfram þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann tekur fram að hann muni taka þátt í baráttu Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum og að hann muni vera vinum og samherjum innan handar. Vísir hafði samband við Birgi þann 17. október þar sem hann sagðist stefna á áframhaldandi þingsetu. Hann ætti eftir að taka samtalið við félaga sína í Sjálfstæðsflokknum í Reykjavík en að hann myndi áfram bjóða fram krafta sína. „Þetta er allt í farvegi núna. Uppstillingarnefnd var skipuð í gær og ég mun nú ræða við félaga mína þar,“ sagði Birgir sem skipaði 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021. Nú hefur orðið vending þar á. Birgir hefur setið á þingi frá árinu 2003, bæði sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og norður. Hann hefur gegnt embætti forseta þingsins frá árinu 2021 en hafði þar áður meðal annars verið formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 2017 til 2021. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Þessu greinir Birgir frá á Facebook-síðu hans. „Ég mun því ekki verða í kjöri til þings í kosningunum 30. nóvember næstkomandi. Hér er um að ræða persónulega ákvörðun, sem vissulega hefur verið að brjótast um í mér lengi, en ég hef fundið það sterklega að undanförnu að ég væri tilbúinn til að breyta um vettvang eftir að hafa setið á Alþingi í meira en 21 ár og gegnt embætti forseta Alþingis undanfarin þrjú ár,“ segir í færslunni. Hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðning frá bæði kjörnefnd og nánum samstarfsmönnum sem hafi hvatt hann til að skipa áfram þriðja sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann tekur fram að hann muni taka þátt í baráttu Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum og að hann muni vera vinum og samherjum innan handar. Vísir hafði samband við Birgi þann 17. október þar sem hann sagðist stefna á áframhaldandi þingsetu. Hann ætti eftir að taka samtalið við félaga sína í Sjálfstæðsflokknum í Reykjavík en að hann myndi áfram bjóða fram krafta sína. „Þetta er allt í farvegi núna. Uppstillingarnefnd var skipuð í gær og ég mun nú ræða við félaga mína þar,“ sagði Birgir sem skipaði 3. sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021. Nú hefur orðið vending þar á. Birgir hefur setið á þingi frá árinu 2003, bæði sem þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og norður. Hann hefur gegnt embætti forseta þingsins frá árinu 2021 en hafði þar áður meðal annars verið formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 2017 til 2021.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira