Markakóngurinn Benoný: „Þetta var bara geðveikt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:36 Benony Breki Andrésson er markakóngur Bestu-deildarinnar. Vísir/Anton Brink Benoný Breki Andrésson átti vægast sagt góðan leik er KR tók á móti HK í lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í dag. KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
KR-ingar unnu sannkallaðan stórsigur, 7-0, í leik þar sem Benoný skoraði hvorki fleiri né færri en fimm mörk og bætti þar með markamet efstu deildar á Íslandi. „Þetta er bara mjög ljúft. Ég var búinn að hugsa þetta í svolítinn tíma því það vantaði fjögur mörk upp á metið og þetta var bara planið. Ég ætlaði að skora þessi fjögur og svo skoraði ég fimm og er bara ógeðslega ánægður,“ sagði Benoný í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segir að það að hann hafi ekki náð að skora gegn tíu Fylkismönnum í síðustu umferð hafi gefið honum olíu á eldinn. „Já, allan daginn. Þetta var einhvernveginn bara erfitt á móti Fylki. Þegar þeir fengu rautt spjald féllu þeir mikið neðar á völlinn og það var bara erfitt að brjóta þá. Við líka vorum allt of flatir og ekki með nógu mikið tempó í spilinu. En þetta var bara geggjaður leikur í dag.“ Eitt af mörkunum sem Benoný skoraði í dag kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Einhverjir vildu meina að um rangan dóma hafi verið að ræða, en Benoný er harður á því að þetta hafi verið víti. „Hann fór í mig. Hann fór í hælinn á mér og síðan sá ég að boltinn fór framhjá mér þannig ég henti mér bara niður og fékk víti. Síðan fékk hann annað gula spjaldið og það breytti leiknum helling.“ Klippa: Benoný eftir leik Þá segir hann það hafa verið sætt að sjá boltann í netinu og vita það að markametið væri fallið. „Tilfinningin var virkilega góð. Þetta var bara geðveikt. Síðan skoraði ég fimmta markið og þá leið mér bara enn betur.“ Þó ekkert verði tekið af afreki Benonýs hér þá hafa margir haft orð á því að hann hafi ekki verið að bæta neitt met, heldur hafi hann verið að setja nýtt met. Gamla metið var sett í 22 leikja móti, en nú eru leikirnir á tímabilinu orðnir 27. Benoný vill þó meina að hann sé búinn að bæta metið. „Ég held það. Ég ætla að segja það. Ég verð eiginlega að segja það. Þetta eru bara nýjar reglur,“ sagði Benoný léttur áður en hann var spurður út í það hvort hann hafi verið að spila sinn síðasta leik á Íslandi í bili, en sjálfur vildi hann lítið gefa upp um það.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
Sjáðu Benóný Breka bæta markametið KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson bætti í dag markametið í efstu deild karla í fótbolta. Hann skoraði fimm mörk þegar KR kjöldró HK, 7-0, í lokaumferð Bestu deildarinnar. 26. október 2024 16:28