Túfa: Búið að ganga frá því fyrir löngu síðan að ég verð áfram Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. október 2024 19:46 Túfa verður áfram með Val. Vísir/Anton Brink Valur endaði tímabilið í Bestu deildinni með öruggum 6-1 sigri á ÍA í mikilvægum leik fyrir Hlíðarendapilta. Sigurinn þýðir að liðið náði 3. sæti sem tryggir þáttöku í evrópukeppni á næsta ári. Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var að vonum ánægður er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bara mjög ánægður með liðið mitt. Við skulduðum okkur sjálfum og stuðningsmönnum þessa frammistöðu. Markmiðið síðustu vikur hefur verið að klára þetta evrópusæti sem er mjög mikilvægt fyrir okkur og klúbbinn.“ sagði Túfa eftir leik. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Túfa tók ekki fullkomlega undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði. „Það er hægt að horfa á þetta frá nokkrum áttum. Valur er klúbbur sem vill alltaf vera að berjast við titla og það breytist ekki. Aftur á móti, síðasti titilinn okkar var árið 2020. Við endum í þessu þriðja sæti í ár og það er bara gott og mikilvægt miðað við hvernig tímabilið var. Við verðum að taka því þannig og þessi síðasti leikur er eitthvað sem við verðum að taka með okkur inní næsta tímabili.“ sagði Túfa en hann tók við liðinu á miðju tímabili og sagði um frammistöðu liðsins síðan hann tók við: „Þetta var upp og niður. Til að vera hreinskilin þá er ég ekki mjög ánægður með fjölda sigra og stiga. Ég vildi miklu meira. En aftur á móti miðað við ástandið á liðinu undanfarnar vikur þá var það erfitt. Vorum stundum mjög fáir á æfingum og hef ekki átt mikla möguleika á að vinna mikið með liðinu á æfingasvæðinu.“ „Í flestum leikjum hefur vantað 5-6 leikmenn og það er erfitt þegar þú ætlar að berjast um titil. Verðum að laga það og passa að gerist ekki aftur á næsta tímabili. Aftur á móti þá erum við með geggjaðan hóp, ef við leggjum mikla vinnu á okkur á undirbúningstímabilinu, vinnum í okkar málum vel þá verðum við klárir í að gefa öllum liðum leik og berjast um titla.“ Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Túfa verði ekki áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Hann sló algjörlega á þær sögusagnir og sagði: „Já ég verð áfram. Það er búið að ganga frá því fyrir löngu síðan.“ Framdunan er undirbúningstímabil hjá Val og gerir Túfa ráð fyrir einhverjum breytingum á liði sínu. „Við vitum að við missum Birki Má og það er vont. Það er mikil fyrirmynd sem hefur sýnt öll gildi Vals búin að sýna í mörg ár. Það verða einhverjar breytingar en það kemur í ljós.“ sagði hann að lokum. Besta deild karla Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var að vonum ánægður er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Bara mjög ánægður með liðið mitt. Við skulduðum okkur sjálfum og stuðningsmönnum þessa frammistöðu. Markmiðið síðustu vikur hefur verið að klára þetta evrópusæti sem er mjög mikilvægt fyrir okkur og klúbbinn.“ sagði Túfa eftir leik. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Túfa tók ekki fullkomlega undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði. „Það er hægt að horfa á þetta frá nokkrum áttum. Valur er klúbbur sem vill alltaf vera að berjast við titla og það breytist ekki. Aftur á móti, síðasti titilinn okkar var árið 2020. Við endum í þessu þriðja sæti í ár og það er bara gott og mikilvægt miðað við hvernig tímabilið var. Við verðum að taka því þannig og þessi síðasti leikur er eitthvað sem við verðum að taka með okkur inní næsta tímabili.“ sagði Túfa en hann tók við liðinu á miðju tímabili og sagði um frammistöðu liðsins síðan hann tók við: „Þetta var upp og niður. Til að vera hreinskilin þá er ég ekki mjög ánægður með fjölda sigra og stiga. Ég vildi miklu meira. En aftur á móti miðað við ástandið á liðinu undanfarnar vikur þá var það erfitt. Vorum stundum mjög fáir á æfingum og hef ekki átt mikla möguleika á að vinna mikið með liðinu á æfingasvæðinu.“ „Í flestum leikjum hefur vantað 5-6 leikmenn og það er erfitt þegar þú ætlar að berjast um titil. Verðum að laga það og passa að gerist ekki aftur á næsta tímabili. Aftur á móti þá erum við með geggjaðan hóp, ef við leggjum mikla vinnu á okkur á undirbúningstímabilinu, vinnum í okkar málum vel þá verðum við klárir í að gefa öllum liðum leik og berjast um titla.“ Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Túfa verði ekki áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Hann sló algjörlega á þær sögusagnir og sagði: „Já ég verð áfram. Það er búið að ganga frá því fyrir löngu síðan.“ Framdunan er undirbúningstímabil hjá Val og gerir Túfa ráð fyrir einhverjum breytingum á liði sínu. „Við vitum að við missum Birki Má og það er vont. Það er mikil fyrirmynd sem hefur sýnt öll gildi Vals búin að sýna í mörg ár. Það verða einhverjar breytingar en það kemur í ljós.“ sagði hann að lokum.
Besta deild karla Valur Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti