Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2024 10:58 Frá talningu atkvæða í Georgíu. AP/Kostya Manenkov Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu. Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kosningarnar fóru fram í skugga ofbeldis og sögusagna um kosningasvik. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters var búið að telja 99 prósent atkvæða í morgun og var Georgíski draumurinn með rúm 54 prósent þeirra. Óljóst er þó hvenær lokaniðurstaða verður kynnt. Fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að kosningasvik hafi átt sér stað. Atkvæðaseðlum hafi verið troðið í kjörkassa og að kjósendur hafi orðið fyrir hótunum og mútum. Ekki hafi þó sést mikil óregla á talningu atkvæða, sem flest voru greidd rafrænt. AP fréttaveitan hefur einnig eftir eftirlitsaðilum að mörg brot hafi komið upp og úrslitin tákni ekki vilja georgísku þjóðarinnar. Í einu tilviki sýndi myndband sem birt var á samfélagsmiðlum mann troða fjölda atkvæðaseðla í kjörkassa í Marneuli. Innanríkisráðuneytið hóf rannsókn á málinu og í kjölfarið lýsti kjörstjórn Georgíu því yfir að úrslitin í kjördæminu væru ógild. Hér að neðan má sjá myndband af umræddu atviki. Beaten up observer: pic.twitter.com/dLSuKsoa87— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) October 26, 2024 Nánast um leið og kjörstöðum var lokað í gær lýsti Ivanishvili yfir sigri. „Það er sjaldgæft í heiminum að sami flokkurinn ná svo góðum árangri við svo góðar aðstæður,“ sagði hann. Forsvarsmenn fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast ekki ætla að viðurkenna úrslit kosninganna. Leiðtogar eins flokks hafa líkt þeim við valdarán og kalla eftir mótmælum. Kosningarnar snerust að miklu leyti um framtíðarstefnu landsins. Umsókn Georgíu í Evrópusambandið hefur verið fryst vegna einræðistilburða leiðtoga Georgíska draumsins, auðjöfursins Bidzina Ivanishvili. Hann hefur meðal annars hótað því að banna stjórnarandstöðu í Georgíu og vill efla tengsl ríkisins við Rússland. Samþykkt laga um útsendarar erlendra ríkja, sem líkjast mjög sambærilegum lögum í Rússlandi og hefur verið beitt þar til að bæla niður gagnrýnisraddir og einkarekna fjölmiða, hefur einnig komið verulega niður á sambandi Georgíu og ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Samþykkt laganna leiddi einnig til umfangsmikilla mótmæla í Georgíu. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, sagði um helgina að kosningarnar snerust í raun um framtíð Georgíu sem ríkis. Kannanir hafa, samkvæmt AP, sýnt að um áttatíu prósent þjóðarinnar vilji ganga inn í Evrópusambandið og eru ákvæði um inngöngu í stjórnarskrá Georgíu.
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira