„Feginn að okkur dugir ekki jafntefli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 11:45 Halldór Árnason gæti orðið Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. vísir/anton Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir að góður andi hafi ríkt innan raða Breiðabliks í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingi í kvöld. Blikar þurfa að vinna leikinn til að verða meistarar og hann segir að það henti liðinu mun betur en að verja jafntefli. Í kvöld er komið að úrslitastundu, þar sem Víkingar og Blikar eigast við í úrslitaleik í Víkinni. Íslandsmeistaratitilinn sjálfur er undir. „Mér líður mjög vel. Það er búinn að vera ofboðslega góður andi og stemmning í liðinu eftir Stjörnuleikinn. Í sumar höfum við verið mjög góðir að útiloka allt utanaðkomandi, allar breytur sem við höfum ekki stjórn á. Við höfum ekkert pælt í úrslitum annarra leikja,,“ sagði Halldór í samtali við Val Pál Eiríksson eftir blaðamannafund í Víkingsheimilinu á föstudaginn. „Síðan spilaðist síðasti laugardagur þannig, og maður áttar sig kannski betur á því eftir leikinn, að það var heilmikil pressa á liðinu. Þegar menn voru búnir að yfirstíga það voru allir hlekkir farnir af og ofboðsleg gleði, léttleiki og tilhlökkun í liðinu og hjá mér.“ Reynslan hjálpar Eins og Halldór sagði spiluðu Blikar síðast á laugardaginn um síðustu helgi. Hann segir að biðin eftir leiknum stóra hafi ekki verið óbærileg. „Nei, nei. Við höfum tæklað þessa viku eins og hverja aðra og æft samkvæmt plani. Auðvitað vitum við alveg hvað er í húfi en ég er með mjög þroskað og reynslumikið lið. Menn hafa kannski frekar leyft sér að njóta vikunnar heldur en að stressa sig á biðinni,“ sagði Halldór. Á meðan Blikar hafa ekki spilað í rúma viku spiluðu Víkingar Evrópuleik á fimmtudaginn. Halldór telur að það muni ekki hafi áhrif þegar út í leikinn í kvöld verður komið. „Ég held ekki. Þegar það er komið í svona leik, síðasti leikur á tímabilinu og langt í næsta Evrópuleik hjá þeim, þá er þetta bara dagsformið og adrenalín sem keyrir menn áfram. Ég held að enginn muni pæla í þreytu á sunnudaginn,“ sagði Halldór. Eru í forréttindastöðu En hvernig stillir maður spennustigið rétt fyrir leik sem þennan? „Það er bara að vera trúr sínum gildum, trúir því sem við höfum lagt fram í klefanum í allt sumar. Að fara ekki út fyrir þann ramma sem við höfum unnið innan. Þegar hlutirnir eru í þínum höndum og þú ert með örlögin í þínum eigin höndum ertu í forréttindastöðu. Það hefur verið staðan í langan tíma og er enn á sunnudaginn. Við þurfum bara að umfaðma það og fara með það inn í leikinn,“ sagði Halldór. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason Grunnt hefur verið á því góða milli Víkings og Breiðabliks undanfarin ár. Halldór á von á tilfinningarnar verði þandar í leiknum í kvöld. „Menn eru auðvitað mannlegir og miklar tilfinningar. Og bara þessi staða að þú getir beislað tilfinningarnar og nýtt þér þær í hag, sem orku og drifkraft. En auðvitað er mikið undir og þetta verður vafalítið hörkuleikur,“ sagði Halldór. En við hvernig leik býst þjálfarinn? „Ég er eiginlega bara feginn að okkur dugir ekki jafntefli. Það hefði verið algjörlega úr karakter miðað við hvernig tímabilið hefur spilast og hefði ekki hentað okkur. Það segir sig sjálft, auðvitað þurfum við að vinna leikinn og munum nálgast hann þannig,“ sagði Halldór að lokum. Horfa má á viðtalið við Halldór í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Vona að þessi leikur verði epískur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að úrslitaleikurinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn verði eftirminnilegur. Hann telur að Evrópuleikurinn gegn Cercle Brugge muni ekki sitja í hans mönnum í kvöld. 27. október 2024 10:32 Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni í kvöld. Af því tilefni fékk Vísir sérfræðinga Stúkunnar, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson, Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson, til að svara fimm spurningum um leikinn stóra. 27. október 2024 10:01 Hlakkar til að berjast við Blika: „Held að Damir vilji fara aðeins meira í mig“ Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er klár í slaginn gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla annað kvöld. Hann er spenntur fyrir því að berjast við miðverði Blika. 26. október 2024 11:02 Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. 27. október 2024 08:02 Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. 26. október 2024 19:17 Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni. 26. október 2024 09:19 Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. 25. október 2024 13:21 „Undir niðri kraumar bullandi rígur“ Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma. 25. október 2024 17:02 Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. 25. október 2024 14:32 Sjáðu peppmyndbandið fyrir svakalegt uppgjör Víkings og Breiðabliks Það hefur andað köldu á milli Víkings og Breiðabliks síðustu ár, enda liðin í harðri samkeppni, og á sunnudaginn er komið að uppgjöri þegar liðin spila um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. 25. október 2024 13:34 Svona var blaðamannafundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. 25. október 2024 12:31 Mest lesið Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Í kvöld er komið að úrslitastundu, þar sem Víkingar og Blikar eigast við í úrslitaleik í Víkinni. Íslandsmeistaratitilinn sjálfur er undir. „Mér líður mjög vel. Það er búinn að vera ofboðslega góður andi og stemmning í liðinu eftir Stjörnuleikinn. Í sumar höfum við verið mjög góðir að útiloka allt utanaðkomandi, allar breytur sem við höfum ekki stjórn á. Við höfum ekkert pælt í úrslitum annarra leikja,,“ sagði Halldór í samtali við Val Pál Eiríksson eftir blaðamannafund í Víkingsheimilinu á föstudaginn. „Síðan spilaðist síðasti laugardagur þannig, og maður áttar sig kannski betur á því eftir leikinn, að það var heilmikil pressa á liðinu. Þegar menn voru búnir að yfirstíga það voru allir hlekkir farnir af og ofboðsleg gleði, léttleiki og tilhlökkun í liðinu og hjá mér.“ Reynslan hjálpar Eins og Halldór sagði spiluðu Blikar síðast á laugardaginn um síðustu helgi. Hann segir að biðin eftir leiknum stóra hafi ekki verið óbærileg. „Nei, nei. Við höfum tæklað þessa viku eins og hverja aðra og æft samkvæmt plani. Auðvitað vitum við alveg hvað er í húfi en ég er með mjög þroskað og reynslumikið lið. Menn hafa kannski frekar leyft sér að njóta vikunnar heldur en að stressa sig á biðinni,“ sagði Halldór. Á meðan Blikar hafa ekki spilað í rúma viku spiluðu Víkingar Evrópuleik á fimmtudaginn. Halldór telur að það muni ekki hafi áhrif þegar út í leikinn í kvöld verður komið. „Ég held ekki. Þegar það er komið í svona leik, síðasti leikur á tímabilinu og langt í næsta Evrópuleik hjá þeim, þá er þetta bara dagsformið og adrenalín sem keyrir menn áfram. Ég held að enginn muni pæla í þreytu á sunnudaginn,“ sagði Halldór. Eru í forréttindastöðu En hvernig stillir maður spennustigið rétt fyrir leik sem þennan? „Það er bara að vera trúr sínum gildum, trúir því sem við höfum lagt fram í klefanum í allt sumar. Að fara ekki út fyrir þann ramma sem við höfum unnið innan. Þegar hlutirnir eru í þínum höndum og þú ert með örlögin í þínum eigin höndum ertu í forréttindastöðu. Það hefur verið staðan í langan tíma og er enn á sunnudaginn. Við þurfum bara að umfaðma það og fara með það inn í leikinn,“ sagði Halldór. Klippa: Viðtal við Halldór Árnason Grunnt hefur verið á því góða milli Víkings og Breiðabliks undanfarin ár. Halldór á von á tilfinningarnar verði þandar í leiknum í kvöld. „Menn eru auðvitað mannlegir og miklar tilfinningar. Og bara þessi staða að þú getir beislað tilfinningarnar og nýtt þér þær í hag, sem orku og drifkraft. En auðvitað er mikið undir og þetta verður vafalítið hörkuleikur,“ sagði Halldór. En við hvernig leik býst þjálfarinn? „Ég er eiginlega bara feginn að okkur dugir ekki jafntefli. Það hefði verið algjörlega úr karakter miðað við hvernig tímabilið hefur spilast og hefði ekki hentað okkur. Það segir sig sjálft, auðvitað þurfum við að vinna leikinn og munum nálgast hann þannig,“ sagði Halldór að lokum. Horfa má á viðtalið við Halldór í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Vona að þessi leikur verði epískur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að úrslitaleikurinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn verði eftirminnilegur. Hann telur að Evrópuleikurinn gegn Cercle Brugge muni ekki sitja í hans mönnum í kvöld. 27. október 2024 10:32 Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni í kvöld. Af því tilefni fékk Vísir sérfræðinga Stúkunnar, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson, Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson, til að svara fimm spurningum um leikinn stóra. 27. október 2024 10:01 Hlakkar til að berjast við Blika: „Held að Damir vilji fara aðeins meira í mig“ Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er klár í slaginn gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla annað kvöld. Hann er spenntur fyrir því að berjast við miðverði Blika. 26. október 2024 11:02 Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. 27. október 2024 08:02 Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. 26. október 2024 19:17 Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni. 26. október 2024 09:19 Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. 25. október 2024 13:21 „Undir niðri kraumar bullandi rígur“ Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma. 25. október 2024 17:02 Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. 25. október 2024 14:32 Sjáðu peppmyndbandið fyrir svakalegt uppgjör Víkings og Breiðabliks Það hefur andað köldu á milli Víkings og Breiðabliks síðustu ár, enda liðin í harðri samkeppni, og á sunnudaginn er komið að uppgjöri þegar liðin spila um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. 25. október 2024 13:34 Svona var blaðamannafundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. 25. október 2024 12:31 Mest lesið Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Vona að þessi leikur verði epískur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að úrslitaleikurinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn verði eftirminnilegur. Hann telur að Evrópuleikurinn gegn Cercle Brugge muni ekki sitja í hans mönnum í kvöld. 27. október 2024 10:32
Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni í kvöld. Af því tilefni fékk Vísir sérfræðinga Stúkunnar, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson, Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson, til að svara fimm spurningum um leikinn stóra. 27. október 2024 10:01
Hlakkar til að berjast við Blika: „Held að Damir vilji fara aðeins meira í mig“ Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er klár í slaginn gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla annað kvöld. Hann er spenntur fyrir því að berjast við miðverði Blika. 26. október 2024 11:02
Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. 27. október 2024 08:02
Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. 26. október 2024 19:17
Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni. 26. október 2024 09:19
Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. 25. október 2024 13:21
„Undir niðri kraumar bullandi rígur“ Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma. 25. október 2024 17:02
Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. 25. október 2024 14:32
Sjáðu peppmyndbandið fyrir svakalegt uppgjör Víkings og Breiðabliks Það hefur andað köldu á milli Víkings og Breiðabliks síðustu ár, enda liðin í harðri samkeppni, og á sunnudaginn er komið að uppgjöri þegar liðin spila um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. 25. október 2024 13:34
Svona var blaðamannafundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. 25. október 2024 12:31