Innlent

Brynjar fær þriðja sætið í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Þau skipa efstu þrjú sætin í Reykjavíkurkjördæmi norður
Þau skipa efstu þrjú sætin í Reykjavíkurkjördæmi norður Vísir

Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra verður oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður verður í öðru sæti. Brynjar Níelsson vermir þriðja sætið.

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru samþykktir og kynntir á fundi Varðar, kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í félagsheimili Þróttar í Laugardal laust eftir hádegi í dag.

Listinn í Reykjavíkurkjördæmi norður er eftirfarandi:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra
  2. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður
  3. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður
  4. Hulda Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur
  5. Tryggvi Másson, atferlishagfræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins
  6. Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins
  7. Júlíus Viggó Ólafsson, nemi í hagfræði og formaður Heimdallar
  8. Bessí Jóhannsdóttir, formaður SES
  9. Egill Trausti Ómarsson, pípari
  10. Sigríður Rakel Ólafsdóttir, markaðsstjóri
  11. Snorri Ingimarsson, rafmagnsverkfræðingur
  12. Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
  13. Benedikt Gabríel Jósepsson, byggingaverktaki
  14. Cristopher G. Krystynuson, dr. í jarðfræði og verkfræðingur
  15. Júlíana Einarsdóttir, mannauðsstjóri
  16. Atli Guðjónsson, sérfræðingur í landupplýsingakerfum
  17. Elínborg Ásdís Árnadóttir, grunnskólakennari
  18. Oliver Einar Nordquist, laganemi og stjórnarmaður í Heimdalli
  19. Kristín Alda Jörgensdóttir, íþróttakona og gjaldkeri Heimdallar
  20. Bjarni Pálsson, framkvæmdastjóri og form. Sjálfstæðisfélags Kjalnesinga
  21. Birkir Snær Sigurðsson, nemi í íþróttafræði
  22. Friðrik Sophusson, fyrrv. ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×