Er ekki einokun Háskóla Íslands óviðunandi? Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 27. október 2024 14:00 Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun