„Langbesta liðið í þessari deild“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. október 2024 20:55 Halldór Árnason var kampakátur í leikslok og raunar löngu áður en leiknum lauk. vísir / anton „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Sjá meira
Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Sjá meira