Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 09:01 Magnús Páll og Ómar á þaki Land Roversins. Ógleymanlegt kvöld í Fossvoginum. Vísir/KTD Þegar félagarnir Magnús Páll Gunnarsson og Ómar Maack áttuðu sig á því að þeim tækist ekki að verða sér úti um miða á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu þurfti að hugsa út fyrir kassann. Þá kom sér vel að vera með gamlan Land Rover og tryggja sér besta bílastæðið í Víkinni. Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira