Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 09:01 Magnús Páll og Ómar á þaki Land Roversins. Ógleymanlegt kvöld í Fossvoginum. Vísir/KTD Þegar félagarnir Magnús Páll Gunnarsson og Ómar Maack áttuðu sig á því að þeim tækist ekki að verða sér úti um miða á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu þurfti að hugsa út fyrir kassann. Þá kom sér vel að vera með gamlan Land Rover og tryggja sér besta bílastæðið í Víkinni. Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti