Erlent

Þing­manni vikið úr Verka­manna­flokknum eftir líkams­á­rás

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
UK Parliament to meet for first time following the elections
EPA/NEIL HALL

Mike Amesbury, þingmanni Verkamannaflokksins í Bretlandi, hefur verið vikið úr flokknum eftir að myndskeið af honum að berja mann með þeim afleiðingum að hann féll í götuna hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.

Dagblaðið Guardian greinir frá. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags. Talsmaður flokksins sagði að Amesbury hafi verið samvinnufús við rannsókn lögreglu á málinu. „Á meðan að rannsókn stendur yfir hefur Amesbury verið vikið tímabundið úr flokknum“

Mail birti myndskeið af atvikinu þar sem sést til Amesbury berja mann í höfuðið og halda síðan áfram að kýla hann þegar þangað er komið. Allt í allt veitti Amesbury manninum sex högg.

Í upptökunni heyrist í Amesbury kalla: „Þú hótar mér ekki aftur, er það nokkuð?“

Amesbury sagði í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær að hann hafi verið flæktur í atvik þar sem honum leið eins og honum hafi verið ógnað úti á götu. Að sögn Amesbury hafði hann sjálfur samband við lögreglu og tilkynnti atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×