Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2024 23:18 Mynd úr safni. Getty Í Sverris sögu, einni af konungasögunum, frá 1197 segir að manni hafi verið fleygt niður brunn við Sverrisborg kastala utan við Niðarós, sem er í dag Þrándheimur. Núna, meira en 800 árum síðar telja vísindamenn að þeir hafi fundið líkamsleifar umrædds manns. Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs. Noregur Fornminjar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs.
Noregur Fornminjar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira