Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2024 23:18 Mynd úr safni. Getty Í Sverris sögu, einni af konungasögunum, frá 1197 segir að manni hafi verið fleygt niður brunn við Sverrisborg kastala utan við Niðarós, sem er í dag Þrándheimur. Núna, meira en 800 árum síðar telja vísindamenn að þeir hafi fundið líkamsleifar umrædds manns. Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs. Noregur Fornminjar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs.
Noregur Fornminjar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira