Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2024 07:15 Það er ekki hægt að segja annað en að mætingin hafi verið góð enda flestir helstu stuðningsmenn Trump meðal ræðumanna kvöldsins. AP/Yuki Iwamura Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira