Þrjú börn á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2024 10:46 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á von á niðurstöðum úr rannsóknum á uppruna E. coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði um miðja viku. Vísir/Arnar Alls eru nú 42 börn undir eftirlit á Landspítalanum vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru 11 af þeim inniliggjandi og þrjú þeirra á gjörgæslu alvarlega veik. Sýkingin getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn ekki vitað hver er uppruni sýkingarinnar. Embættið eigi von á niðurstöðum úr rannsóknum um miðja viku. Leikskólinn Mánagarður er í Vesturbæ Reykjavíkur og er rekinn af Félagsstofnun stúdenta. „Þetta tekur nokkra daga. Það þarf að raðgreina sýni bræði frá fólki og úr matvælum. Til að vita hvort það sé sami stofn til að vita af eða á hvaðan þetta kemur.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að mögulegur uppruni sýkingarinnar hafi verið hakk sem hafi verið eldað í leikskólanum. Matur barnanna er eldaður á staðnum, ekki aðkeyptur. „Við höfum ekki vitað um neitt annað frá öðrum stöðum og maturinn var ekki í neinni dreifingu. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun skoðaði þetta vel,“ segir Guðrún. Hún segir engin sýni frá starfsmönnum þó hafa staðfest sýkingu. Verði niðurstaðan sú að uppruni sýkingarinnar sé úr matvælum sem hafi verið elduð á staðnum tekur Matvælastofnun við málinu og tekur það áfram. Fram kom í síðustu viku að loka þurfti tveimur deildum á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði vegna sýkingarinnar en þar hafði eitt barn verið í aðlögun sem hafði áður verið á leikskólanum Mánagarði. Deildirnar voru sótthreinsaðar og lokaðar í einn dag. Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri í Óskalandi segir engin fleiri smit hafa komið upp á meðal barna síðan þá. Hún segist bjartsýn á að það haldist svoleiðis. Á morgun sé vika síðan barnið var í leikskólanum. Alvarleg nýrnabilun áhyggjuefni Guðrún segir þessa hópsýkingu alvarlegt mál. Hún svipi til sýkingar sem kom upp á Efstadal II á Suðurlandi yrir nokkrum árum. Þá veiktust tvö börn alvarlega. „Þetta er sambærilegt við það. Því miður,“ segir Guðrún. Alvarleg nýrnabilun hjá svo ungum börnum sé mikið áhyggjuefni. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir er móðir annarrar stúlkunnar sem veiktist í kjölfar sýkingarinnar á Efstadal. Í viðtali við Vísi í gær sagði hún dóttur sína hafa verið veika í um mánuð á spítala og glími enn við eftirköst sýkingarinnar. Hún stofnaði um helgina stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem greinst hafa með E.coli. Nauðsynlegt að gegnsteikja hamborgara og hakk Matvælastofnun áréttaði í síðustu viku, eftir að sýkingin kom upp, nokkru atriði í frétt um E.coli sýkingu. Þar kom meðal annars fram að nauðsynlegt sé að fullsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. „Það er viðtekin venja að nauta-, lamba- og hrossasteikur séu bornar fram án þess að vera gegnumsteiktar. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti gildir allt annað. Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa E. coli og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ segir á vef MAST. Hamborgara á ekki að borða blóðuga samkvæmt leiðbeiningum Matvælastofnunar.Vísir/Getty Þar er einnig varað við krossmengun í eldhúsi og mælt með því að skola allt grænmeti upp úr hreinu vatni. Þá var einnig mælt með því að þrífa áhöld og skurðarbretti eftir meðhöndlun á hráu kjöti og að ekki þurrka blóðvökva með tusku sem eigi að nota á aðra fleti. Meðgöngutími sýkingar tveir til fjórir sólarhringar Fram kemur á vef landlæknis að meðgöngutími sýkingarinnar, þ.e. tími frá smiti til einkenna frá meltingarvegi, er yfirleitt 2–4 sólarhringar en lengri tími líður þar til einkenni HUS koma fram eða 1–2 vikum síðar. Einkenni geta verið mismikil og smitaður einstaklingur getur verið einkennalaus. Eitt helsta einkennið er niðurgangur. Í sumum tilfellum geta fylgt slæmir kviðverkir og/eða uppköst og oftast fylgir enginn hiti. Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5–7 dögum. Hluti þeirra sem smitast fær blóðugan niðurgang, stundum í beinu framhaldi af fyrstu einkennum frá meltingarvegi en í sumum tilvikum verður hlé á niðurgangi í einhverja daga og byrjar svo blóðugur niðurgangur. Alvarlegur fylgikvilli hennar er Hemolytic Uremic Syndrome (HUS) sem kemur oftast hjá börnum yngri en 10 ára. Helstu einkennin eru nýrnabilun, blóðfrumufæð (hemolýtísk anemia) og fækkun á blóðflögum, sem getur leitt til blæðinga. Fram kemur á vef landlæknis að það geti tekið eina til tvær vikur fyrir einkennin að koma fram eftir upphaf meltingarfæraeinkenna, sjaldan síðar. Í mörgum tilfellum HUS reynist dvöl á gjörgæsludeild og skilun (blóð- eða kviðhreinsun) vegna nýrnabilunar nauðsynleg. Þessi fylgikvilli getur valdið óafturkræfum skaða á nýrum og jafnvel leitt sjúklinginn til dauða. Ráðgjöf til fjölskyldna barna Leiðbeiningar til foreldra barna sem tengjast hópsýkingu af völdum E. coli (STEC) eru meðal annars: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega . Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum klósettferðir og bleiuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Athugið að einkenni geta verið mismikil og smitaður einstaklingur getur verið einkennalaus. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel og sent verði saursýni til rannsóknar. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala . E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Hveragerði Landspítalinn Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Tveimur deildum á leikskóla í Hveragerði lokað vegna E.coli smits Tvær deildir á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði verða lokaðar á morgun eftir að barn á leikskólanum greindist með E.coli í dag. Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að barnið var í leikskólanum Mánagarði en hóf aðlögun í Óskalandi á mánudag. 24. október 2024 18:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Sýkingin getur leitt til alvarlegar nýrnabilunar og því eru þau þrjú börn sem eru á gjörgæslu í blóðskilun. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn ekki vitað hver er uppruni sýkingarinnar. Embættið eigi von á niðurstöðum úr rannsóknum um miðja viku. Leikskólinn Mánagarður er í Vesturbæ Reykjavíkur og er rekinn af Félagsstofnun stúdenta. „Þetta tekur nokkra daga. Það þarf að raðgreina sýni bræði frá fólki og úr matvælum. Til að vita hvort það sé sami stofn til að vita af eða á hvaðan þetta kemur.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að mögulegur uppruni sýkingarinnar hafi verið hakk sem hafi verið eldað í leikskólanum. Matur barnanna er eldaður á staðnum, ekki aðkeyptur. „Við höfum ekki vitað um neitt annað frá öðrum stöðum og maturinn var ekki í neinni dreifingu. Heilbrigðiseftirlitið og Matvælastofnun skoðaði þetta vel,“ segir Guðrún. Hún segir engin sýni frá starfsmönnum þó hafa staðfest sýkingu. Verði niðurstaðan sú að uppruni sýkingarinnar sé úr matvælum sem hafi verið elduð á staðnum tekur Matvælastofnun við málinu og tekur það áfram. Fram kom í síðustu viku að loka þurfti tveimur deildum á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði vegna sýkingarinnar en þar hafði eitt barn verið í aðlögun sem hafði áður verið á leikskólanum Mánagarði. Deildirnar voru sótthreinsaðar og lokaðar í einn dag. Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri í Óskalandi segir engin fleiri smit hafa komið upp á meðal barna síðan þá. Hún segist bjartsýn á að það haldist svoleiðis. Á morgun sé vika síðan barnið var í leikskólanum. Alvarleg nýrnabilun áhyggjuefni Guðrún segir þessa hópsýkingu alvarlegt mál. Hún svipi til sýkingar sem kom upp á Efstadal II á Suðurlandi yrir nokkrum árum. Þá veiktust tvö börn alvarlega. „Þetta er sambærilegt við það. Því miður,“ segir Guðrún. Alvarleg nýrnabilun hjá svo ungum börnum sé mikið áhyggjuefni. Áslaug Fjóla Magnúsdóttir er móðir annarrar stúlkunnar sem veiktist í kjölfar sýkingarinnar á Efstadal. Í viðtali við Vísi í gær sagði hún dóttur sína hafa verið veika í um mánuð á spítala og glími enn við eftirköst sýkingarinnar. Hún stofnaði um helgina stuðningshóp fyrir aðstandendur barna sem greinst hafa með E.coli. Nauðsynlegt að gegnsteikja hamborgara og hakk Matvælastofnun áréttaði í síðustu viku, eftir að sýkingin kom upp, nokkru atriði í frétt um E.coli sýkingu. Þar kom meðal annars fram að nauðsynlegt sé að fullsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt. „Það er viðtekin venja að nauta-, lamba- og hrossasteikur séu bornar fram án þess að vera gegnumsteiktar. Á hráum kjötstykkjum eru bakteríur á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum. Þær drepast því þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita. Um hamborgara og aðra rétti úr hökkuðu kjöti gildir allt annað. Þegar kjöt er hakkað dreifast örverur um kjötið. Létt steiking drepur því ekki bakteríur sem eru til staðar í kjötinu. Til þess að drepa E. coli og aðrar sjúkdómsvaldandi örverur verður að steikja hamborgarana og aðra rétti úr hakki í gegn eða þannig að kjarnahitastig sé a.m.k. 75°C,“ segir á vef MAST. Hamborgara á ekki að borða blóðuga samkvæmt leiðbeiningum Matvælastofnunar.Vísir/Getty Þar er einnig varað við krossmengun í eldhúsi og mælt með því að skola allt grænmeti upp úr hreinu vatni. Þá var einnig mælt með því að þrífa áhöld og skurðarbretti eftir meðhöndlun á hráu kjöti og að ekki þurrka blóðvökva með tusku sem eigi að nota á aðra fleti. Meðgöngutími sýkingar tveir til fjórir sólarhringar Fram kemur á vef landlæknis að meðgöngutími sýkingarinnar, þ.e. tími frá smiti til einkenna frá meltingarvegi, er yfirleitt 2–4 sólarhringar en lengri tími líður þar til einkenni HUS koma fram eða 1–2 vikum síðar. Einkenni geta verið mismikil og smitaður einstaklingur getur verið einkennalaus. Eitt helsta einkennið er niðurgangur. Í sumum tilfellum geta fylgt slæmir kviðverkir og/eða uppköst og oftast fylgir enginn hiti. Þessi fyrstu einkenni ganga venjulega yfir á 5–7 dögum. Hluti þeirra sem smitast fær blóðugan niðurgang, stundum í beinu framhaldi af fyrstu einkennum frá meltingarvegi en í sumum tilvikum verður hlé á niðurgangi í einhverja daga og byrjar svo blóðugur niðurgangur. Alvarlegur fylgikvilli hennar er Hemolytic Uremic Syndrome (HUS) sem kemur oftast hjá börnum yngri en 10 ára. Helstu einkennin eru nýrnabilun, blóðfrumufæð (hemolýtísk anemia) og fækkun á blóðflögum, sem getur leitt til blæðinga. Fram kemur á vef landlæknis að það geti tekið eina til tvær vikur fyrir einkennin að koma fram eftir upphaf meltingarfæraeinkenna, sjaldan síðar. Í mörgum tilfellum HUS reynist dvöl á gjörgæsludeild og skilun (blóð- eða kviðhreinsun) vegna nýrnabilunar nauðsynleg. Þessi fylgikvilli getur valdið óafturkræfum skaða á nýrum og jafnvel leitt sjúklinginn til dauða. Ráðgjöf til fjölskyldna barna Leiðbeiningar til foreldra barna sem tengjast hópsýkingu af völdum E. coli (STEC) eru meðal annars: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega . Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum klósettferðir og bleiuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Athugið að einkenni geta verið mismikil og smitaður einstaklingur getur verið einkennalaus. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel og sent verði saursýni til rannsóknar. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala .
Ráðgjöf til fjölskyldna barna Leiðbeiningar til foreldra barna sem tengjast hópsýkingu af völdum E. coli (STEC) eru meðal annars: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega . Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum klósettferðir og bleiuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Athugið að einkenni geta verið mismikil og smitaður einstaklingur getur verið einkennalaus. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel og sent verði saursýni til rannsóknar. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala .
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Hveragerði Landspítalinn Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16 Tveimur deildum á leikskóla í Hveragerði lokað vegna E.coli smits Tvær deildir á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði verða lokaðar á morgun eftir að barn á leikskólanum greindist með E.coli í dag. Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að barnið var í leikskólanum Mánagarði en hóf aðlögun í Óskalandi á mánudag. 24. október 2024 18:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Tæplega þrjátíu börn í virku eftirliti Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans. 25. október 2024 19:39
Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. 24. október 2024 19:16
Tveimur deildum á leikskóla í Hveragerði lokað vegna E.coli smits Tvær deildir á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði verða lokaðar á morgun eftir að barn á leikskólanum greindist með E.coli í dag. Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að barnið var í leikskólanum Mánagarði en hóf aðlögun í Óskalandi á mánudag. 24. október 2024 18:31