Virðist sem D hafi náð að hægja á blæðingunni til M Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. október 2024 13:46 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst, rýnir í glóðvolga könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Vísir/Vilhelm Glæný könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að Viðreisn rís umtalsvert. Á milli kannanna fer hún úr 13,8 prósentum upp í 16,2% og þar með er flokkurinn kominn upp fyrir Miðflokkinn og mælist næststærsti flokkur landsins. Könnunin er splunkuný og var tekin dagana 22. - 28 október. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst hafði numið þessa þróun og spáð fyrir um sókn Viðreisnar. „Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkur, og að einhverju leyti Samfylking, tóku upp aðeins harðari talsmáta gagnvart aðkomufólki. Frjálslynda svæðið var svolítið að opnast og Viðreisn hefur tekist að stökkva inn í það og rís núna allnokkuð,“ segir Eiríkur. Samfylkingin heldur áfram að dala lítillega á milli kannanna og Sjálfstæðisflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað. Í síðustu könnunum og alveg síðan um miðjan ágúst hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Maskínukönnunum rokkað á milli 13,4% og upp í 13,9%. Þrátt fyrir afdrifaríka ákvörðun formanns flokksins um stjórnarslit virðist hún ein og sér ekki hafa valdið neinum straumhvörfum hvað fylgið varðar. Eiríkur segir að svo virðist sem að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að hægja á blæðingunni yfir til Miðflokksins. „Með svona harðari tóni gagnvart aðkomufólki en þá missir hann frjálslynda fylgið hinum megin út og þá yfir til Viðreisnar“ Á myndinni sést þróun fylgis við stjórnmálaflokka eftir tímasetningu en einnig niðurstöðu þingkosninga 2021.Maskína Eiríkur bendir á að samkvæmt könnuninni mælist einvörðungu sex flokkar inni á þingi en bæði Vinstri græn og Píratar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mælast undir þröskuldinum. Það sama á við um Sósíalista, Lýðræðisflokkinn, Ábyrga framtíð og Græningja. „Atkvæði allra þessara flokka falla þá dauð niður þannig að það yrði ansi mikið af dauðum atkvæðum í þessum kosningum því það eru bara sex flokkar samkvæmt þessu sem mælast inni. Botnbaráttan er alveg svakalega hörð.“ Fylgi Samfylkingarinnar dregst ögn saman á milli kannanna. Toppaði hún of snemma? „Það má kannski segja það að einhverju leyti. Þetta á nú eftir að koma allt saman í ljós þegar talið verið upp úr kjörkössunum. Flokkurinn reis náttúrulega í svimandi hæðir og það var kannski aldrei viðbúið að hann myndi halda öllu því fylgi sem að flokknum sópaðist um tíma.“ Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við háskólann á Bifröst hafði numið þessa þróun og spáð fyrir um sókn Viðreisnar. „Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkur, og að einhverju leyti Samfylking, tóku upp aðeins harðari talsmáta gagnvart aðkomufólki. Frjálslynda svæðið var svolítið að opnast og Viðreisn hefur tekist að stökkva inn í það og rís núna allnokkuð,“ segir Eiríkur. Samfylkingin heldur áfram að dala lítillega á milli kannanna og Sjálfstæðisflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað. Í síðustu könnunum og alveg síðan um miðjan ágúst hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Maskínukönnunum rokkað á milli 13,4% og upp í 13,9%. Þrátt fyrir afdrifaríka ákvörðun formanns flokksins um stjórnarslit virðist hún ein og sér ekki hafa valdið neinum straumhvörfum hvað fylgið varðar. Eiríkur segir að svo virðist sem að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að hægja á blæðingunni yfir til Miðflokksins. „Með svona harðari tóni gagnvart aðkomufólki en þá missir hann frjálslynda fylgið hinum megin út og þá yfir til Viðreisnar“ Á myndinni sést þróun fylgis við stjórnmálaflokka eftir tímasetningu en einnig niðurstöðu þingkosninga 2021.Maskína Eiríkur bendir á að samkvæmt könnuninni mælist einvörðungu sex flokkar inni á þingi en bæði Vinstri græn og Píratar, sem eiga fulltrúa á Alþingi, mælast undir þröskuldinum. Það sama á við um Sósíalista, Lýðræðisflokkinn, Ábyrga framtíð og Græningja. „Atkvæði allra þessara flokka falla þá dauð niður þannig að það yrði ansi mikið af dauðum atkvæðum í þessum kosningum því það eru bara sex flokkar samkvæmt þessu sem mælast inni. Botnbaráttan er alveg svakalega hörð.“ Fylgi Samfylkingarinnar dregst ögn saman á milli kannanna. Toppaði hún of snemma? „Það má kannski segja það að einhverju leyti. Þetta á nú eftir að koma allt saman í ljós þegar talið verið upp úr kjörkössunum. Flokkurinn reis náttúrulega í svimandi hæðir og það var kannski aldrei viðbúið að hann myndi halda öllu því fylgi sem að flokknum sópaðist um tíma.“
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ný könnun: Viðreisn og Flokkur fólksins í hæstu hæðum Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn samkvæmt nýjustu könnun Maskínu og Píratar virðast á fallanda fæti. Fylgi Viðreisnar hefur aldrei mælst hærra í Maskínukönnun og Flokkur fólksins hefur reist við fylgi sitt umfram það sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Píratar tapa rúmum tveimur prósentum og mælast út af þingi. 28. október 2024 12:01