Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 23:03 Mikel Arteta á hliðarlínunni um helgina. EPA-EFE/NEIL HALL Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur fyrir Sky Sports, gagnrýndi Mikel Arteta og leikaðferð hans í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þar gerði Arsenal 2-2 jafntefli við Liverpool á heimavelli en gestirnir jöfnuðu á 81. mínútu leiksins. Arteta hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of varnarsinnaður í sinni nálgun. Það var hins vegar næstum búið að skila Arsenal titlinum á síðustu leiktíð og í vetur hefur Spánverjinn því haldið sig við það upplegg. „Af því Arteta starfaði með Pep Guardiola töldum við hann vera lærisvein Pep. Ef maður horfir þá tvo þjálfara sem hafa náð hvað mestum árangri á síðustu 10-15 árum þá er Guardiola og hans leikstíll á einum enda og svo erum við með José Mourinho á hinum endanum.“ „Mikel Arteta er hægt og rólega að breytast í Mourinho-týpu af þjálfara. Eitthvað sem engin taldi að myndi gerast. Mér finnst virkilega áhugavert að skoða hvernig hann komst þangað.“ „Við sjáum um helgina að Arsenal er 2-1 yfir gegn Liverpool og að pressa ofarlega á vellinum. Arsenal er að spila virkilega vel í síðari hálfleik fellur liðið til baka. Ég veit að það vantaði lykilmenn í varnarlínuna vegna meiðsla en þeir eru enn með miðjuna og framlínuna sína.“ Aðspurður hvort hann telji það vera viljandi að Arsenal falli til baka til að verja fenginn hlut þá játti Carragher því. „Þetta kemur frá þjálfaranum og við sjáum þetta of oft,“ bætti Liverpool-maðurinn fyrrverandi við og nefndi leiki Arsenal gegn Bournemouth og Brighton & Hove Albion sem dæmi. "Mikel Arteta is slowly morphing into a Jose Mourinho type of manager" Do you agree with @Carra23? 🤔 pic.twitter.com/YWMiqPgSRZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 27, 2024 Arsenal hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum og er með 18 stig í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm minna en topplið Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Arteta hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of varnarsinnaður í sinni nálgun. Það var hins vegar næstum búið að skila Arsenal titlinum á síðustu leiktíð og í vetur hefur Spánverjinn því haldið sig við það upplegg. „Af því Arteta starfaði með Pep Guardiola töldum við hann vera lærisvein Pep. Ef maður horfir þá tvo þjálfara sem hafa náð hvað mestum árangri á síðustu 10-15 árum þá er Guardiola og hans leikstíll á einum enda og svo erum við með José Mourinho á hinum endanum.“ „Mikel Arteta er hægt og rólega að breytast í Mourinho-týpu af þjálfara. Eitthvað sem engin taldi að myndi gerast. Mér finnst virkilega áhugavert að skoða hvernig hann komst þangað.“ „Við sjáum um helgina að Arsenal er 2-1 yfir gegn Liverpool og að pressa ofarlega á vellinum. Arsenal er að spila virkilega vel í síðari hálfleik fellur liðið til baka. Ég veit að það vantaði lykilmenn í varnarlínuna vegna meiðsla en þeir eru enn með miðjuna og framlínuna sína.“ Aðspurður hvort hann telji það vera viljandi að Arsenal falli til baka til að verja fenginn hlut þá játti Carragher því. „Þetta kemur frá þjálfaranum og við sjáum þetta of oft,“ bætti Liverpool-maðurinn fyrrverandi við og nefndi leiki Arsenal gegn Bournemouth og Brighton & Hove Albion sem dæmi. "Mikel Arteta is slowly morphing into a Jose Mourinho type of manager" Do you agree with @Carra23? 🤔 pic.twitter.com/YWMiqPgSRZ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 27, 2024 Arsenal hefur aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum og er með 18 stig í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm minna en topplið Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira