Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2024 11:32 Dwyane Wade við styttuna umdeildu fyrir utan heimavöll Miami Heat. getty/Carmen Mandato Dwyane Wade kveðst ánægður með styttuna af sér sem var afhjúpuð fyrir utan heimavöll Miami Heat. Styttan þykir ekkert sérstaklega lík honum. Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir. NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir.
NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum