Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2024 07:03 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. Vísir/KTD Ökumenn þurfa í sumum tilfellum að greiða hátt í helmingi hærra gjald en ella ef þeir vilja fá ökuskírteini sitt á plasti eftir áramót. Gjald á útgáfu stafrænna ökuskírteina verður aftur á móti óbreytt. Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október. Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sérstakt gjald fyrir ökuskírteini úr plasti er lagt til í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld, sem var lagður fram á Alþingi í síðustu viku. Gjaldið er meðal annars sagt tilkomið vegna umhverfis-, öryggis- og kostnaðarsjónarmiða. Gjaldið nemur tvö þúsund krónum fyrir plastskírteini en fjögur þúsund krónum ef rétthafi óskar eftir flýtimeðferð. Fólk 65 ára og eldra þarf að greiða fimm hundruð krónur aukalega fyrir að fá skírteini úr plasti. Verði breytingin samþykkt verða plastskírteini 23,2 prósent dýrari en rafræn ökuskírteini en 46,5 prósent dýrari með flýtimeðferð. Kostnaður eldri borgara ykist um 27,8 prósent með nýja gjaldinu. Á að stytta afgreiðslutímann Ákveðið var að flytja framleiðslu á plastökuskírteinum til Íslands þegar samningur við erlendan aðila rann út. Í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglustjóra segir að hluta þeirrar ákvörðunar megi rekja til öryggis- og umhverfissjónarmiða þar sem skírteinin hafi fram að þessu verið flutt vikulega til landsins. Einnig hafi verið horft til þess að draga úr framleiðslu á plastskírteinum og auka notkun þeirra rafrænu. Með því að flytja framleiðslu plastskírteinanna til Íslands eigi afgreiðslutími þeirra að styttast verulega. Margra mánaða bið hefur verið eftir plastökuskírteinum á þessu ári. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvatti fólk til þess að nota frekar rafræn skírteini í síðasta mánuði. Frumvarpið um breytingarnar er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Hægt er að senda inn umsagnir um það til 31. október.
Bílar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira