Þetta kom fram í ræðu Einars á þingi Norðurlandaráðs fyrr í dag, þar sem hann sagði mikilvægi norðurslóða aldrei hafa verið meira.
„Á tímum átaka þar sem stórveldin marka sér sérstöðu, og gera tilkall til áhrifa sannast að smærri þjóðum farnast best þegar þær vinna saman á grundvelli alþjóðakerfis sem byggir á alþjóðalögum og reglum. En Norðurlandaráð byggir á enn traustari grunni, vináttu og frændsemi,“ sagði Einar.
Hann segir Reykjavíkurborg hafa strax tekið skýra afstöðu gegn árásarstríði Rússa þegar innrásin hófst, og hafi í kjölfarið slitið systraborgarsamstarfi við Moskvu. Úkraínski fáinn hafi blaktað við Ráðhúsið allar götur síðan.
Þá benti hann á að Ísland hefði tekið á móti um 4000 flóttamönnum frá Úkraínu og flestir þeirra byggju í Reykjavík. „Við erum þakklát fyrir að fá tækifæri til að styðja við úkraínskar fjölskyldur með þeim hætti.