Þessi eru í forystusætunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2024 18:58 Það er óðum að skýrast hverjir verða oddvitar fyrir sinn flokk í kjördæmum landsins. Formenn flokka, ráðherrar og þingmenn eru áberandi í þeim sætum en líka glænýtt fólk. Vísir/Berghildur Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru óðum að skýrast og oddvitar þeirra víðast hvar komnir fram. Í fjölmennustu kjördæmunum má víða sjá mikla þingreynslu hjá þeim sem leiða fyrir sinn flokk en út á landi er meira um glænýtt fólk í því hlutverki. Alls hafa tólf stjórnmálaflokkar lýst yfir framboði fyrir komandi alþingiskosningar þann 30. nóvember. Frestur til að skila inn framboðum og meðmælum í öllum kjördæmum er til kl.12 fimmtudaginn 31. október. Mynd er að komast á framboðslista hjá tíu af tólf flokkum og eru oddvitar flokkanna komnir fram í langflestum kjördæmum. Græningjar og Ábyrg framtíð hafa hins vegar ekki kynnt sína lista. Kraginn er fjölmennasta kjördæmið og þar er barist um 13 þingsæti. Þar tefla flokkarnir fram fólki með mikla stjórnmálareynslu en svo má líka sjá áberandi fólk úr öðrum greinum. Oddvitar flokkanna í Suðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Reynsluboltar í Kraganum Í oddvitasætunum í Suðvesturkjördæmi/Kraganum eru til dæmis bæði formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar og svo varaformaður VG. Framsókn teflir fram heilbrigðisráðherra og Píratar formanni þingflokksins. Formaður þingflokks Miðflokksins er einnig oddviti þar. Þá leiðir stofnandi Lýðræðisflokksins sinn lista í kjördæminu. Landlæknir fer fyrir Samfylkingu, Þingmaður fyrir Flokki fólksins og prestur leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í kjördæminu. Ráðherrar og formenn í Reykjavík norður og suður Í Reykjavík norður eru ellefu þingsæti. Þar eru margir reyndir þingmenn í forystusætum en líka glænýtt fólk. Ráðherrar fara fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, þingmaður fyrir Viðreisn og formaður Samfylkingar leiðir sinn flokk í kjördæminu. Formaður VR leiðir Flokks fólksins, lögfræðingur Pírata og loftslagsaktívisti er oddviti fyrir VG í Reykjavík norður. Oddvitar flokkanna í Reykjavík suður.Vísir/Hjalti Í Reykjavík Suður eru ellefu þingsæti í boði og margir reynsluboltar þar sömuleiðis. Má þar nefna formenn Flokks fólksins og Vinstri grænna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur tefla fram ráðherrum. Þingmenn fara svo fyrir Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu og borgarfulltrúi fer fyrir Sósíalistaflokknum. Oddvitar flokkanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir/Hjalti Mörg ný nöfn á listum út á landi Í Suðurkjördæmi eru tíu þingsæti. Þar má sjá mörg ný nöfn eins og orkumálastjóra fyrir Framsókn, sviðsstjóra almannavarna sem er oddviti Samfylkingar, kvikmyndagerðamaður leiðir Pírata og leikskólastjóri VG. Bóndi leiðir lista Lýðræðisflokks og lögreglustjóri Miðflokkinn. Þingmenn leiða lista Viðreisnar og Flokk fólksins og ráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. Oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi.Vísir/Hjalti Í Norðausturkjördæmi sem fær tíu þingsæti má líka sjá mörg ný nöfn. Þannig fer kennari fyrir Viðreisn, aðstoðarforstjóri fyrir Sjálfstæðisflokk, forstöðumaður leiðir Pírata og sóknarprestur VG. Þingmenn leiða fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk. Loks er formaður Miðflokksins oddviti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Oddvitar flokkanna í Norðausturkjördæmi.Vísir/Hjalti Norðvesturkjördæmi fær átta þingsæti. Þar leiða þingmenn fyrir Framsókn og Flokk fólksins, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar fyrir flokkinn, lyfsali fyrir Sjálfstæðisflokk, formaður leigjendasamtakanna er oddviti sósíalista, formaður samtakanna 22 leiðir fyrir Lýðræðisflokk, sendiherra fer fyrir Miðflokki, kynjafræðingur leiðir Pírata, bæjarstjóri fer fyrir Samfylkingu og kennari er í oddvitasæti fyrir Vinstri græn. Oddvita flokkanna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Alls hafa tólf stjórnmálaflokkar lýst yfir framboði fyrir komandi alþingiskosningar þann 30. nóvember. Frestur til að skila inn framboðum og meðmælum í öllum kjördæmum er til kl.12 fimmtudaginn 31. október. Mynd er að komast á framboðslista hjá tíu af tólf flokkum og eru oddvitar flokkanna komnir fram í langflestum kjördæmum. Græningjar og Ábyrg framtíð hafa hins vegar ekki kynnt sína lista. Kraginn er fjölmennasta kjördæmið og þar er barist um 13 þingsæti. Þar tefla flokkarnir fram fólki með mikla stjórnmálareynslu en svo má líka sjá áberandi fólk úr öðrum greinum. Oddvitar flokkanna í Suðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti Reynsluboltar í Kraganum Í oddvitasætunum í Suðvesturkjördæmi/Kraganum eru til dæmis bæði formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar og svo varaformaður VG. Framsókn teflir fram heilbrigðisráðherra og Píratar formanni þingflokksins. Formaður þingflokks Miðflokksins er einnig oddviti þar. Þá leiðir stofnandi Lýðræðisflokksins sinn lista í kjördæminu. Landlæknir fer fyrir Samfylkingu, Þingmaður fyrir Flokki fólksins og prestur leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í kjördæminu. Ráðherrar og formenn í Reykjavík norður og suður Í Reykjavík norður eru ellefu þingsæti. Þar eru margir reyndir þingmenn í forystusætum en líka glænýtt fólk. Ráðherrar fara fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokki, þingmaður fyrir Viðreisn og formaður Samfylkingar leiðir sinn flokk í kjördæminu. Formaður VR leiðir Flokks fólksins, lögfræðingur Pírata og loftslagsaktívisti er oddviti fyrir VG í Reykjavík norður. Oddvitar flokkanna í Reykjavík suður.Vísir/Hjalti Í Reykjavík Suður eru ellefu þingsæti í boði og margir reynsluboltar þar sömuleiðis. Má þar nefna formenn Flokks fólksins og Vinstri grænna, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur tefla fram ráðherrum. Þingmenn fara svo fyrir Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu og borgarfulltrúi fer fyrir Sósíalistaflokknum. Oddvitar flokkanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.Vísir/Hjalti Mörg ný nöfn á listum út á landi Í Suðurkjördæmi eru tíu þingsæti. Þar má sjá mörg ný nöfn eins og orkumálastjóra fyrir Framsókn, sviðsstjóra almannavarna sem er oddviti Samfylkingar, kvikmyndagerðamaður leiðir Pírata og leikskólastjóri VG. Bóndi leiðir lista Lýðræðisflokks og lögreglustjóri Miðflokkinn. Þingmenn leiða lista Viðreisnar og Flokk fólksins og ráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokks í kjördæminu. Oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi.Vísir/Hjalti Í Norðausturkjördæmi sem fær tíu þingsæti má líka sjá mörg ný nöfn. Þannig fer kennari fyrir Viðreisn, aðstoðarforstjóri fyrir Sjálfstæðisflokk, forstöðumaður leiðir Pírata og sóknarprestur VG. Þingmenn leiða fyrir Samfylkingu og Framsóknarflokk. Loks er formaður Miðflokksins oddviti í kjördæminu fyrir sinn flokk. Oddvitar flokkanna í Norðausturkjördæmi.Vísir/Hjalti Norðvesturkjördæmi fær átta þingsæti. Þar leiða þingmenn fyrir Framsókn og Flokk fólksins, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar fyrir flokkinn, lyfsali fyrir Sjálfstæðisflokk, formaður leigjendasamtakanna er oddviti sósíalista, formaður samtakanna 22 leiðir fyrir Lýðræðisflokk, sendiherra fer fyrir Miðflokki, kynjafræðingur leiðir Pírata, bæjarstjóri fer fyrir Samfylkingu og kennari er í oddvitasæti fyrir Vinstri græn. Oddvita flokkanna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Hjalti
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira