Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar 30. október 2024 08:00 Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti. Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum. Sindri lagði mikið á sig til þess að ná að vera edrú fyrir sig og fjölskyldu sína. En því miður náði sjúkdómurinn yfirhöndinni í lokin. Kemur þar margt til, meðal annars skortur á eftirfylgni að lokinni meðferð. Og nú eru tvö lítil börn föðurlaus. Hér verður að árétta að fjölskylda Sindra og Jóns Kjartans kenna engum um að svo illa fór. Þau vilja bara að samfélagið viðurkenni vandann eins og hann er. Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi. Aðstandendur gleymast of oft. En stöðu þeirra verðum við líka að geta rætt. Ekki til að velta okkur upp úr sorg eða erfiðleikum heldur til þess að öðlast skilning á raunverulegum afleiðingum sjúkdómsins og þá miklu þjáningu sem aðstandendur ganga líka í gegnum. Við erum samfélag og eigum að sýna samkennd, en ekki fjárhagslegt fálæti gagnvart erfiðleikum fólks. Ég ræddi nýverið við föður sem kom syni sínum í meðferð í einu af nágrannalöndunum. Það lá mikið á, plássið losnaði óvænt og fjölskyldan greiddi háar fjárhæðir í ferðakostnað, meðferðina og uppihald. Þegar allt var talið reyndist þetta vera um þrjár milljónir króna. Svarið sem fæst frá hinu opinbera er að úr því samþykki fékkst ekki fyrir fram, þá verður ekkert endurgreitt. Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no. Þetta er dæmi um álagið sem aðstandendur standa frammi fyrir. Áhyggjur af velferð ástvina sem fá ekki aðstoð. Áhyggjur af fjárhagnum. Það er álag að sinna veiku fólki. Ekki síst innan fjölskyldunnar. Mér finnst að við eigum að gera meira til að létta aðstandendum lífið. Aukin sálfræðistuðningur, niðurgreiddur, og bætt aðgengi að þjónustu geðlækna væri gott fyrsta skref. Ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Viðreisn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki að ósekju að áfengis og vímuefnasýki sé kölluð fjölskyldusjúkdómur. Það er ekki bara sá veiki sem þjáist, öll fjölskyldan og jafnvel vinir finna mikið fyrir afleiðingum neyslunnar. Frásögn af bræðrunum Jóni Kjartani og Sindra Geir, sem faðir þeirra Ásgeir Gíslason treysti mér fyrir, vakti mikla athygli á dögunum. Að bræður í blóma lífsins látist á sama sólarhringnum í sömu íbúð úr ofskömmtun er sorglegra en orð fá lýst. En um leið er þetta grimm áminning um hræðilegar afleiðingar sjúkdómsins. Eftir sitja aðstandendur í djúpri sorg og vanmætti. Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður. Faðir missti líka drengina sína tvo. Þrjár systur syrgja núna bræður sína. Tvö ung börn Sindra, þriggja ára sonur og dóttir sem er tæpra tveggja ára, fá aldrei að kynnast föður sínum. Sindri lagði mikið á sig til þess að ná að vera edrú fyrir sig og fjölskyldu sína. En því miður náði sjúkdómurinn yfirhöndinni í lokin. Kemur þar margt til, meðal annars skortur á eftirfylgni að lokinni meðferð. Og nú eru tvö lítil börn föðurlaus. Hér verður að árétta að fjölskylda Sindra og Jóns Kjartans kenna engum um að svo illa fór. Þau vilja bara að samfélagið viðurkenni vandann eins og hann er. Að raunverulegar úrbætur forði öðrum frá svona mikilli sorg. Ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum og fjárveitingarvaldinu, ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Allt fagfólkið okkar sem vinnur í þessum málaflokki gerir það ekki bara fyrir launin heldur líka af hugsjón. Þeim finnst sárt að löng bið sé eina svarið. Biðlistar og forgangsröðun kemur til af illri nauðsyn í fjársveltu kerfi. Aðstandendur gleymast of oft. En stöðu þeirra verðum við líka að geta rætt. Ekki til að velta okkur upp úr sorg eða erfiðleikum heldur til þess að öðlast skilning á raunverulegum afleiðingum sjúkdómsins og þá miklu þjáningu sem aðstandendur ganga líka í gegnum. Við erum samfélag og eigum að sýna samkennd, en ekki fjárhagslegt fálæti gagnvart erfiðleikum fólks. Ég ræddi nýverið við föður sem kom syni sínum í meðferð í einu af nágrannalöndunum. Það lá mikið á, plássið losnaði óvænt og fjölskyldan greiddi háar fjárhæðir í ferðakostnað, meðferðina og uppihald. Þegar allt var talið reyndist þetta vera um þrjár milljónir króna. Svarið sem fæst frá hinu opinbera er að úr því samþykki fékkst ekki fyrir fram, þá verður ekkert endurgreitt. Faðirinn sér ekki eftir peningunum enda gengur syni hans vel. En honum finnst sérstakt að fólk sem í flýti kemur ástvini í skjól erlendis, af því hér eru langir biðlistar, fái þessi svör. Sú sjálfsagða sjálfsbjargarviðleitni leiðir síðan til þess að kerfið hér fer í lás. Computer says no. Þetta er dæmi um álagið sem aðstandendur standa frammi fyrir. Áhyggjur af velferð ástvina sem fá ekki aðstoð. Áhyggjur af fjárhagnum. Það er álag að sinna veiku fólki. Ekki síst innan fjölskyldunnar. Mér finnst að við eigum að gera meira til að létta aðstandendum lífið. Aukin sálfræðistuðningur, niðurgreiddur, og bætt aðgengi að þjónustu geðlækna væri gott fyrsta skref. Ekki veitir af. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar