Faðir Dags gagnrýnir Kristrúnu: „Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 23:25 Eggerti finnst undarlegt hvað Dagur sé léttvægur fundinn af formanninum þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburðarþekkingu og einstaka hæfileika til að vinna með fólki. Háskóli Íslands Eggert Gunnarsson, dýralæknir og faðir Dags B. Eggertssonar, hefur látið í ljós óánægju sína með orð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, þess efnis að Dagur sé aukaleikari og ekki ráðherraefni flokksins. Einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs, sem viðkomandi birti síðan í opnum Facebook-hópi, vöktu töluverða athygli um helgina en þar sagði hún að Dagur væri aukaleikari, myndi ekki koma til með að vera ráðherra og að viðkomandi gæti strikað yfir hann á kjörseðlinum. Kristrún sagði í samtali við Vísi að það væri eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. Dagur mætti nokkrum dögum síðar í Silfrið þar sem hann sagði skilaboðin vera óheppileg en hann hafi rætt við Kristrúnu um málið og það væri komið í baksýnisspegilinn. „Hverjir eru þessir snillingar“ Faðir Dags tók málinu ekki af sömu yfirvegun og gagnrýndi orð formannsins í færslu sem birtist á Facebook í gær. „Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar,“ skrifar Eggert hæðnislega. „Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára; Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar; Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður; Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn; Alma Möller, landlæknir. Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …“ skrifar hann síðan. Færsla Eggerts, föður Dags, er í heild sinni svona: Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar. Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Alma Möller, landlæknir Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í … Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Einkaskilaboð Kristrúnar til Grafarvogsbúa nokkurs, sem viðkomandi birti síðan í opnum Facebook-hópi, vöktu töluverða athygli um helgina en þar sagði hún að Dagur væri aukaleikari, myndi ekki koma til með að vera ráðherra og að viðkomandi gæti strikað yfir hann á kjörseðlinum. Kristrún sagði í samtali við Vísi að það væri eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. Dagur mætti nokkrum dögum síðar í Silfrið þar sem hann sagði skilaboðin vera óheppileg en hann hafi rætt við Kristrúnu um málið og það væri komið í baksýnisspegilinn. „Hverjir eru þessir snillingar“ Faðir Dags tók málinu ekki af sömu yfirvegun og gagnrýndi orð formannsins í færslu sem birtist á Facebook í gær. „Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar,“ skrifar Eggert hæðnislega. „Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára; Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar; Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður; Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn; Alma Möller, landlæknir. Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitíska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …“ skrifar hann síðan. Færsla Eggerts, föður Dags, er í heild sinni svona: Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar. Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Alma Möller, landlæknir Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …
Færsla Eggerts, föður Dags, er í heild sinni svona: Kristrún hefur látið að því liggja að komi til þess að Samfylkingin myndi ríkisstjórn verði Dagur B. Eggertsson ekki ráðherraefni enda sé hann hann [að] feta sig á nýjum slóðum. Fyrir í fleti séu leiðtogar flokksins í hinum ýmsu kjördæmum. Og hverjir eru svo þessir snillingar. Fyrir utan hana sjálfa eru það: Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður til þriggja ára Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar Logi Einarsson, alþingismaður og frv. formaður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Alma Möller, landlæknir Allt að sjálfsögðu hið vænsta fólk. Á móti þessu fólki er Dagur veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. Já, það er margt skrítið í …
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira