Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 31. október 2024 18:31 Njarðvík hélt Íslandsmeisturunum í skefjum í kvöld. vísir / anton brink Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar fimmta umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Bæði lið hafa verið á flottri siglingu í síðustu leikjum og var það Njarðvík sem hafði betur 101-94 í kvöld. Það var Njarðvík sem vann uppkastið og settu tóninn strax með góðum þrist frá Veigari Pál Alexanderssyni. Heimamenn byrjuðu þetta af krafti og voru fyrstu fjórar körfur þeirra fyrir aftan þriggj stiga línuna. Valur náði þó að vinna sig vel til baka inn í leikinn og var mikil jafnræði með liðunum lengst af í leikhlutanum. Njarðvík náði góðu áhlaupi undir lok leikhlutans og fóru með sjö stiga forystu 27-20 úr fyrsta leikhluta. Áhlaup Njarðvíkinga hélt áfram í öðrum leikhluta og settu Njarðvíkingar fyrstu átta stig leikhlutans áður en Tawio Badmus náði að keyra á körfuna og setja fyrstu stig Vals í leikhlutanum. Njarðvíkingar lék á alls oddi í öðrum leikhluta og áttu Valsmenn enginn svör við þeirra leik. Njarðvíkingar voru frábærir á báðum endum vallarins og sóttu gott forskot á Íslandsmeistarana. Valur skoraði aðeins þrettán stig í leikhlutanum og þar af voru níu þessara stiga af vítalínunni. Heimamenn fór með sannfærandi og verðskuldaða forystu inn í hálfleikinn 55-33. Valur mætti með kassan út í seinni hálfleik og var allt annað að sjá til þeirra í þriðja leikhluta.Sóknarleikurinn hjá Val fór að tikka en því miður fyrir Valsmenn slakaði Njarðvík ekkert á. Valsmenn settu 28 stig í þriðja leikhluta sem var næstum því jafn mikið og þeir settu allan fyrri hálfleikinn en heimamenn í Njarðvík var ekkert á því að hleypa þeim inn í leikinn og leiddi Njarðvík 80-61 fyrir fjórða leikhluta. Valur byrjaði fjórða leikhluta vel og náðu að saxa ágætlega á forskot Njarðvíkinga. Valsmenn náðu flottu áhlaupi undir lokin en það kom bara of seint og Njarðvíkingar fóru með góðan sjö stiga sigur 101-94. Atvik leiksins Erfitt að setja puttann á eitthvað eitt atvik en annar leikhlutinn var mjög blóðugur fyrir Val sem skoraði bara þrettán stig og þarf af níu af vítalínunni á meðan Njarðvíkingar léku sér að þeim. Stjörnur og skúrkar Khalil Shabazz var stórkostlegur í kvöld og virðist vera alvöru fengur fyrir Njarðvikinga. Hann skoraði 37 stig og var með sjö stoðsendingar að auki. Með hann í liðinu er liðið líklegt til alls. Dominykas Milka átti einnig frábæran leik í kvöld og var með 26 stig og reif niður 17 fráköst að auki. Hjá Val voru það Taiwo Badmus og Kristinn Pálsson sem héldu þessu spennandi. Badmus með 23 stig og Kristinn Páls með 24 stig. Dómarinn Mér fannst dómararnir heilt yfir mjög flottir í kvöld. Voru lítið að láta veiða sig út í einhverja vitleysu og náðu að halda flottu flæði á leiknum. Kom smá kafli í seinni sem ég var hræddur um að þeir væru að missa einhver tök en það slapp til. Stemingin og umgjörð Njarðvíkingar fjölmenntu í kvöld og það myndaðist flott stemning hérna í IceMar-höllinni. Þessi nýja aðstaða Njarðvíkinga er til fyrirmyndar og hér var allt upp á 10,5! „Erfitt að klóra sig til baka þegar það er svona lítið eftir“ „Orkustigið var örlítið lágt í fyrri hálfleik. Þeir náðu góðu forskoti í öðrum leikhluta og við fylgdum ekki plani varnarlega en við náðum að laga það þegar leið á leikinn.“ Sagði Jamil Abiad þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. Valur var 22 stigum undir í hálfleik eftir mjög dapran fyrri hálfleik. Hvað var hægt að segja í hálfleik? „Við þurftum að rífa okkur upp. Njarðvík voru að gera það sem þeir vildu og við vorum að leyfa þeim að spila eins og þeir vildu. Við höfum í gegnum tíðina verið stoltir af varnarleik okkar og hversu aggressívir verið erum varnarlega. Við þurftum að finna það aftur ef við ætluðum okkur að fá eitthvað úr þessum leik.“ Annar leikhluti var arfaslakur hjá Val sem settu aðeins þrettán stig og misstu Njarðvíkinga langt fram úr sér. „Þeir voru að setja góð skot og við vorum að klikka á góðum skotum, þetta fer í báðar áttir. Í hálfleik vorum við að skjóta 19% þriggja stiga og við fengum nokkur opin skot og ef þau hefðu farið ofan í þá værum við að horfa á allt öðruvísi leikhluta en það sem skiptir mestu máli var að fara verjast vel aftur.“ Valur hótaði endurkomu undir restina og voru ekkert alltof langt frá því. „Við náðum að minnka muninn og á tímapunkti vorum við að skiptast á körfum. Þegar þú ert að skiptast á körfum þá er þetta mjög erfitt og við þurfum að ná nokkrum stoppum í röð og náðum því aðeins undir lokin á fjórða leikhluta en gegn svona sterku liði er erfitt að klóra sig til baka þegar það er svona lítið eftir.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík Valur
Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar fimmta umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Bæði lið hafa verið á flottri siglingu í síðustu leikjum og var það Njarðvík sem hafði betur 101-94 í kvöld. Það var Njarðvík sem vann uppkastið og settu tóninn strax með góðum þrist frá Veigari Pál Alexanderssyni. Heimamenn byrjuðu þetta af krafti og voru fyrstu fjórar körfur þeirra fyrir aftan þriggj stiga línuna. Valur náði þó að vinna sig vel til baka inn í leikinn og var mikil jafnræði með liðunum lengst af í leikhlutanum. Njarðvík náði góðu áhlaupi undir lok leikhlutans og fóru með sjö stiga forystu 27-20 úr fyrsta leikhluta. Áhlaup Njarðvíkinga hélt áfram í öðrum leikhluta og settu Njarðvíkingar fyrstu átta stig leikhlutans áður en Tawio Badmus náði að keyra á körfuna og setja fyrstu stig Vals í leikhlutanum. Njarðvíkingar lék á alls oddi í öðrum leikhluta og áttu Valsmenn enginn svör við þeirra leik. Njarðvíkingar voru frábærir á báðum endum vallarins og sóttu gott forskot á Íslandsmeistarana. Valur skoraði aðeins þrettán stig í leikhlutanum og þar af voru níu þessara stiga af vítalínunni. Heimamenn fór með sannfærandi og verðskuldaða forystu inn í hálfleikinn 55-33. Valur mætti með kassan út í seinni hálfleik og var allt annað að sjá til þeirra í þriðja leikhluta.Sóknarleikurinn hjá Val fór að tikka en því miður fyrir Valsmenn slakaði Njarðvík ekkert á. Valsmenn settu 28 stig í þriðja leikhluta sem var næstum því jafn mikið og þeir settu allan fyrri hálfleikinn en heimamenn í Njarðvík var ekkert á því að hleypa þeim inn í leikinn og leiddi Njarðvík 80-61 fyrir fjórða leikhluta. Valur byrjaði fjórða leikhluta vel og náðu að saxa ágætlega á forskot Njarðvíkinga. Valsmenn náðu flottu áhlaupi undir lokin en það kom bara of seint og Njarðvíkingar fóru með góðan sjö stiga sigur 101-94. Atvik leiksins Erfitt að setja puttann á eitthvað eitt atvik en annar leikhlutinn var mjög blóðugur fyrir Val sem skoraði bara þrettán stig og þarf af níu af vítalínunni á meðan Njarðvíkingar léku sér að þeim. Stjörnur og skúrkar Khalil Shabazz var stórkostlegur í kvöld og virðist vera alvöru fengur fyrir Njarðvikinga. Hann skoraði 37 stig og var með sjö stoðsendingar að auki. Með hann í liðinu er liðið líklegt til alls. Dominykas Milka átti einnig frábæran leik í kvöld og var með 26 stig og reif niður 17 fráköst að auki. Hjá Val voru það Taiwo Badmus og Kristinn Pálsson sem héldu þessu spennandi. Badmus með 23 stig og Kristinn Páls með 24 stig. Dómarinn Mér fannst dómararnir heilt yfir mjög flottir í kvöld. Voru lítið að láta veiða sig út í einhverja vitleysu og náðu að halda flottu flæði á leiknum. Kom smá kafli í seinni sem ég var hræddur um að þeir væru að missa einhver tök en það slapp til. Stemingin og umgjörð Njarðvíkingar fjölmenntu í kvöld og það myndaðist flott stemning hérna í IceMar-höllinni. Þessi nýja aðstaða Njarðvíkinga er til fyrirmyndar og hér var allt upp á 10,5! „Erfitt að klóra sig til baka þegar það er svona lítið eftir“ „Orkustigið var örlítið lágt í fyrri hálfleik. Þeir náðu góðu forskoti í öðrum leikhluta og við fylgdum ekki plani varnarlega en við náðum að laga það þegar leið á leikinn.“ Sagði Jamil Abiad þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. Valur var 22 stigum undir í hálfleik eftir mjög dapran fyrri hálfleik. Hvað var hægt að segja í hálfleik? „Við þurftum að rífa okkur upp. Njarðvík voru að gera það sem þeir vildu og við vorum að leyfa þeim að spila eins og þeir vildu. Við höfum í gegnum tíðina verið stoltir af varnarleik okkar og hversu aggressívir verið erum varnarlega. Við þurftum að finna það aftur ef við ætluðum okkur að fá eitthvað úr þessum leik.“ Annar leikhluti var arfaslakur hjá Val sem settu aðeins þrettán stig og misstu Njarðvíkinga langt fram úr sér. „Þeir voru að setja góð skot og við vorum að klikka á góðum skotum, þetta fer í báðar áttir. Í hálfleik vorum við að skjóta 19% þriggja stiga og við fengum nokkur opin skot og ef þau hefðu farið ofan í þá værum við að horfa á allt öðruvísi leikhluta en það sem skiptir mestu máli var að fara verjast vel aftur.“ Valur hótaði endurkomu undir restina og voru ekkert alltof langt frá því. „Við náðum að minnka muninn og á tímapunkti vorum við að skiptast á körfum. Þegar þú ert að skiptast á körfum þá er þetta mjög erfitt og við þurfum að ná nokkrum stoppum í röð og náðum því aðeins undir lokin á fjórða leikhluta en gegn svona sterku liði er erfitt að klóra sig til baka þegar það er svona lítið eftir.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti