Flokkshollusta á undanhaldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2024 21:02 Bryndís Nielsen er ráðgjafi hjá Athygli. vísir/einar Ráðgjafi segir flakk þingmanna á milli flokka meðal annars skýrast af því að lítill sem enginn munur er á milli stefnumála sumra flokka og flokkshollusta að einhverju leyti á undanhaldi. „Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
„Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.“ Svona hljóðar gamall málsháttur sem virðist eiga vel við í aðdraganda kosninga nú þegar þónokkrir hafa skipt úr einum flokki í annan. Nýjasta útspilið er Lilja Rafney sem fer úr VG í Flokk fólksins, Jakob Frímann skiptir um lið og Bjarni Jónsson líka. Rósa Björk fór úr VG í Samfylkingu og aftur í VG og Sigríður Andersen úr einum flokk í annan. Jón Gnarr var á lista Samfylkingarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en býður nú fram fyrir Viðreisn og svo væri hægt að halda lengi áfram og telja upp Tómas Ellert, Baldur Borgþórsson, Ólaf Guðmundsson og Evu Pandóru. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann má rifja upp kanónur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa skilið við einn flokk og samið við annan, eða stofnað nýjan flokk. Þeirra á meðal eru Þorgerður Katrín, Sigmundur Davíð, Andrés Ingi, Arnar Þór, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti. Lítill sem enginn munur á flokkum Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli segir skýringu á flakki milli flokka eiga sér langan aðdraganda. Fyrir áratugum hafi fólk valið sér flokk eftir breiðari hugmyndafræðilegum línum. „Við vorum með miklu skýrari vinstri og hægri ás og þú mátaðir þínar pólitísku skoðanir við það. Svo hélt fólk sig við sinn flokk og hélt með honum eins og íþróttaliði.“ Og átti það við þegar fjórflokkakerfið var við lýði. Nú þegar fleiri en tíu flokkar eru í framboði sé munur milli flokka oft sáralítill og jafnvel enginn í ákveðnum málaflokkum. „Þannig það er miklu minna skref að færa sig til milli flokka en áður.“ Persónufylgi stjórnmálamanna geti skipt miklu máli og er með tilkomu samfélagsmiðla auðveldara fyrir þá að markaðssetja sig og byggja upp persónulegar vinsældir. „Með minnkandi flokkshollustu þá hefur traustið færst yfir á einstaklinga, fólk er frekar að fylgja pólitískum leiðtogum en flokkum.“ Erfitt að hverfa úr stjórnmálunum Líklega hafa aldrei fleiri sóst eftir því að verma þingsæti og virðast þingmenn frekar skipta um flokk en að hætta á þingi. Bryndís segir það líklega vegna ástríðu frambjóðenda á samfélagsmálum frekar en að kjörin heilli. „En svo má ekki gleyma því að stjórnmálin eru skemmtilegur vettvangur og það getur verið erfitt að hverfa af honum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira