Innlent

Læknar í verk­fall, ellefu fram­boð og hrekkjavaka í Vestur­bæ

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Félagar í Læknafélagi Ísalands hafa að boða til verkfalls náist ekki samkomulag í kjaradeilu við ríkið. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu 18. nóvember og verða aðra hverja viku fram að áramótum. Í janúar verða verkföll í hverri viku. Formaður Læknafélagsins fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Enn hækkar tala látinna í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð reið yfir í fyrradag. Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látin.

Við fylgdumst með því þegar ellefu stjórnmálasamtök skiluðu inn framboðum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag fyrir alþingiskosningar í lok nóvember. Ellefu samtök bjóða fram að þessu sinni.

Þá tókum við bandaríska ferðamenn í miðborg Reykjavíkur tali en Donald Trump er afskaplega óvinsæll meðal þeirra. Einn sagðist frekar myndu stökkva fram af kletti en kjósa hann. Tæp vika er í að niðurstöður kosninga ráðist.

Hrekkjavakan er í dag, við heimsækjum einn helsta hrekkjavökuunnanda landsins í beinni útsendingu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum.

?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×