Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 19:28 Vísir/Samsett Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“ Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Fíkn Ölfus Símanotkun barna Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Niðurstöður könnunar á vegum Umboðsmanns barna voru birtar á dögunum og þær leiddu það í ljós að tæpur helmingur, 45 prósent, grunnskóla á landsvísu hefðu bannað síma. Flestir skólar, eða 52 prósent, leyfa síma með takmörkunum. Könnunin var send til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst síðastliðins og svör bárust frá 126 þeirra. Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur, eða símabann, fyrir nemendur í yngri bekkjum grunskóla. Allir grunnskólar hafi einhverjar reglur Í flestum þátttökuskólum voru símar aðeins leyfðir á unglingastigi og þá með takmörkunum en sums staðar voru símar leyfðir hjá yngri börnunum. Meðal þeirra takmarkanna sem hér er vísað til og eru tekin fram á heimasíðu Umboðsmanns barna eru þær að heimilt sé að koma með síma í skóla en að notkun þeirra sé ekki leyfð á skólatíma, að síminn skuli vera geymdur í töskunni á flugvélarstillingu, eða þá að síminn skuli vera skorðaður í töskunni og ekki notaður nema í frímínútum eða öðru slíku. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að allir grunnskólar hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun, þær reglur geta t.d. verið að banna símanotkun alfarið eða leyfa hana með takmörkunum, sem er algengast,“ segir á heimasíðu Umboðsmanns barna. Unglingastigið orðið of stillt Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn sem tók nýlega þá ákvörðun að banna símanotkun eftir umfangsmikið samráð við nemendur, foreldra þeirra og starfsfólk. Hún segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið sorglegt að ganga um skólann og sjá alla krakkana með nefið ofan í símanum. „Unglingastigið var eigilega orðið of stillt, það var svo lítil gleði og leikur,“ segir Ólína. Hún segir fund hafi verið haldinn með foreldrum þar sem kynntar hafi verið niðurstöður hinna ýmsu rannsókna. Í kjölfarið hafi verið kosið og um níutíu prósent foreldra kaus með því að símar yrðu bannaðir í skólanum. „Þá fræddum við krakkana, héldum fund með öllum krökkunum og kynntum þeim þessar rannsóknir. Svo kusu þau líka og það voru 30 prósent nemenda vildu hafa símalausan grunnskóla. Ég hélt að það yrðu aðeins færri en var ánægð með 30 prósent. Þau komu með fullt af tillögum um hvað væri hægt að gera í staðinn. Ég er bara spennt að sjá hvernig gengur á mánudaginn,“ segir Ólína. „Þessi unglingsár eru tækifæri til að taka út svo mikinn félagslegan þroska og við erum svolítið að ræna þau þessum tækifærum með því að leyfa það að þau feli sig á bak við skjá.“
Grunnskólar Skóla- og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Fíkn Ölfus Símanotkun barna Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira