Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu. Í Heimildinni á dögunum segir Hallgrímur reyndar sjálfur að hann sé ekki góður í að ræða efnahagsmál hverskonar. En hann segir í sama viðtali að hann hafi meiri skilning og sé jafnvel mjög góður í að ræða réttlæti. Gott og vel. „Hættur af öðrum menningarheimum“ Það var svo á föstudagskvöld sem Hallgrímur hringaði sig á sófann í spjallþætti Gísla Marteins á RÚV og sagði glaðhlakkalega að forsætisráðherra „gæti bara ekki talað svona!“. Rithöfundurinn var þar að vísa í viðtal sem forsætisráðherra hafði farið í nokkrum dögum áður í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu. En hvað var það í viðtalinu sem forsætisráðherra mátti ekki segja, að mati Hallgríms? Í innblásnum mónólóg rithöfundarins í appelsínugula sófanum var Bjarna Benediktssyni meðal annars gert að sök að tala um hættur af öðrum menningarheimum. Skoðum það nánar. Í viðtalinu ræðir Bjarni um kostnaðinn af verndarkerfinu sem fór í fyrra yfir 20 milljarða. Bjarni nefnir í því kostnaðarsamhengi að innviðir okkar ráði ekki við svo mikinn fjölda umsókna og þá sér í lagi frá fólki sem kemur úr öðrum menningarheimi, með erfiðari menningarlega aðlögun með erfiðari tungumál sem einfaldlega kallar á umfangsmeiri lausnir. Síðar í viðtalinu nefnir forsætisráðherra svo vissulega að slysin séu til að varast þau til að halda í þau gildi sem hafa gert Norðurlöndin að mestu mannréttindasamfélögum í heimi. Hann nefnir dapurleg dæmi um að börn hafi neitað að taka höndina á kvenkyns kennara. Dæmi sem undirrituð giskar á að velflestum Íslendingum finnist þess virði að vera vakandi gagnvart, líka Hallgrími Helgasyni, og undirstrika einmitt mikilvægi þess að vanda til verka í þessum málum. Hallgrímur nefndi enda í engu þetta samhengi í orðum Bjarna heldur gefur honum þvert á móti að sök að tala ekki af virðingu um fólk sem kemur hingað til að starfa við að byggja hús. Í viðtalinu er af og frá að forsætisráðherra hafi gerst sekur um nokkuð slíkt heldur segir hann þvert á móti að sú fólksfjölgun sem stafi af ásókn í slík störf, mestmegnis af EES svæðinu, hafi ekki skapað mikil vandamál. Í sófanum varpaði Hallgrímur einnig fram spurningu nokkuð kotroskinn um hvort fólk þyrfti að vera hrætt við mat frá öðrum menningarheimum. Svarið við því er auðvitað nei og út í hött að smætta og afbaka þessa umræðu á þennan hátt. Aftur á móti stafar hætta af því að setja kíkinn fyrir blinda augað gagnvart þeim áskorunum, til að mynda í skólakerfinu, sem fylgja því að fólki sem býr hér á landi hefur fjölgað gríðarlega mikið undanfarin ár langt umfram aðrar Evrópuþjóðir. Hallgrími væri ef til vill nær að beina sínum rómaða orðaflaumi í að ræða þessi mál málefnalega og/eða uppbyggilega. Í lok sófaræðunnar klykkti Hallgrímur svo út með að segja hátt og snjallt að það sé ekkert „útlendingavandamál“ til staðar á Íslandi og eina „útlendingavandamálið“ sé bara hjá þessum „pólitíkusum með einhver ömurleg komment eins og þessi“. Í ljósi þessara lokaorða er rétt að nefna að Bjarni talaði aldrei um útlendingavandamál. Það liggur fyrir að frá orði til orðs sagði Bjarni í raun ekkert af því sem heiftúðugur Hallgrímur í sófanum brigslaði honum um að segja. Í besta falli var þarna um að ræða verulega afbakaða túlkun Hallgríms og hans hugarheims á orðum forsætisráðherrans. Réttlætiskennd Í blaðaviðtali nokkrum árum eftir mótmæli Hallgríms gegn Geir Haarde sagðist rithöfundurinn hafa fengið sína pólitísku fullnægingu þegar hann barði bílinn. Hvort sófastund liðinnar viku hafi veitt rithöfundinum viðlíka unað veit ég ekki en hún vekur upp spurningar um réttlætið sem Hallgrímur segist sjálfur vera svo góður í. Í því samhengi er réttmætt að spyrja réttlætissérfræðinga landsins, rithöfundinn og aðra; Eru ýkjur og bjögun á staðreyndum nátengdar lygum? Skiptir sannleikur máli í lýðræðislegri umræðu og geta falsfréttir og lygar grafið undan lýðræðinu? Skiptir lýðræði máli til að stuðla að réttlæti? Eða þegar öllu er á botninn hvolft, er hægt að tala um réttlæti ef sannleikurinn er aukaatriði í þeirri umræðu? Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu. Í Heimildinni á dögunum segir Hallgrímur reyndar sjálfur að hann sé ekki góður í að ræða efnahagsmál hverskonar. En hann segir í sama viðtali að hann hafi meiri skilning og sé jafnvel mjög góður í að ræða réttlæti. Gott og vel. „Hættur af öðrum menningarheimum“ Það var svo á föstudagskvöld sem Hallgrímur hringaði sig á sófann í spjallþætti Gísla Marteins á RÚV og sagði glaðhlakkalega að forsætisráðherra „gæti bara ekki talað svona!“. Rithöfundurinn var þar að vísa í viðtal sem forsætisráðherra hafði farið í nokkrum dögum áður í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu. En hvað var það í viðtalinu sem forsætisráðherra mátti ekki segja, að mati Hallgríms? Í innblásnum mónólóg rithöfundarins í appelsínugula sófanum var Bjarna Benediktssyni meðal annars gert að sök að tala um hættur af öðrum menningarheimum. Skoðum það nánar. Í viðtalinu ræðir Bjarni um kostnaðinn af verndarkerfinu sem fór í fyrra yfir 20 milljarða. Bjarni nefnir í því kostnaðarsamhengi að innviðir okkar ráði ekki við svo mikinn fjölda umsókna og þá sér í lagi frá fólki sem kemur úr öðrum menningarheimi, með erfiðari menningarlega aðlögun með erfiðari tungumál sem einfaldlega kallar á umfangsmeiri lausnir. Síðar í viðtalinu nefnir forsætisráðherra svo vissulega að slysin séu til að varast þau til að halda í þau gildi sem hafa gert Norðurlöndin að mestu mannréttindasamfélögum í heimi. Hann nefnir dapurleg dæmi um að börn hafi neitað að taka höndina á kvenkyns kennara. Dæmi sem undirrituð giskar á að velflestum Íslendingum finnist þess virði að vera vakandi gagnvart, líka Hallgrími Helgasyni, og undirstrika einmitt mikilvægi þess að vanda til verka í þessum málum. Hallgrímur nefndi enda í engu þetta samhengi í orðum Bjarna heldur gefur honum þvert á móti að sök að tala ekki af virðingu um fólk sem kemur hingað til að starfa við að byggja hús. Í viðtalinu er af og frá að forsætisráðherra hafi gerst sekur um nokkuð slíkt heldur segir hann þvert á móti að sú fólksfjölgun sem stafi af ásókn í slík störf, mestmegnis af EES svæðinu, hafi ekki skapað mikil vandamál. Í sófanum varpaði Hallgrímur einnig fram spurningu nokkuð kotroskinn um hvort fólk þyrfti að vera hrætt við mat frá öðrum menningarheimum. Svarið við því er auðvitað nei og út í hött að smætta og afbaka þessa umræðu á þennan hátt. Aftur á móti stafar hætta af því að setja kíkinn fyrir blinda augað gagnvart þeim áskorunum, til að mynda í skólakerfinu, sem fylgja því að fólki sem býr hér á landi hefur fjölgað gríðarlega mikið undanfarin ár langt umfram aðrar Evrópuþjóðir. Hallgrími væri ef til vill nær að beina sínum rómaða orðaflaumi í að ræða þessi mál málefnalega og/eða uppbyggilega. Í lok sófaræðunnar klykkti Hallgrímur svo út með að segja hátt og snjallt að það sé ekkert „útlendingavandamál“ til staðar á Íslandi og eina „útlendingavandamálið“ sé bara hjá þessum „pólitíkusum með einhver ömurleg komment eins og þessi“. Í ljósi þessara lokaorða er rétt að nefna að Bjarni talaði aldrei um útlendingavandamál. Það liggur fyrir að frá orði til orðs sagði Bjarni í raun ekkert af því sem heiftúðugur Hallgrímur í sófanum brigslaði honum um að segja. Í besta falli var þarna um að ræða verulega afbakaða túlkun Hallgríms og hans hugarheims á orðum forsætisráðherrans. Réttlætiskennd Í blaðaviðtali nokkrum árum eftir mótmæli Hallgríms gegn Geir Haarde sagðist rithöfundurinn hafa fengið sína pólitísku fullnægingu þegar hann barði bílinn. Hvort sófastund liðinnar viku hafi veitt rithöfundinum viðlíka unað veit ég ekki en hún vekur upp spurningar um réttlætið sem Hallgrímur segist sjálfur vera svo góður í. Í því samhengi er réttmætt að spyrja réttlætissérfræðinga landsins, rithöfundinn og aðra; Eru ýkjur og bjögun á staðreyndum nátengdar lygum? Skiptir sannleikur máli í lýðræðislegri umræðu og geta falsfréttir og lygar grafið undan lýðræðinu? Skiptir lýðræði máli til að stuðla að réttlæti? Eða þegar öllu er á botninn hvolft, er hægt að tala um réttlæti ef sannleikurinn er aukaatriði í þeirri umræðu? Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar