Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 11:17 Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Umhverfismál Hafið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun