Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2024 16:14 Æðaleggurinn á fjögurra ára dóttursyni Önnu Láru sem er á leikskólanum Mánagarði. Vísir Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. Börnin á Mánagarði sem er leikskóli rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í vesturbæ Reykjavíkur fengu hakk og spaghettí í matinn þann 17. október. Rannsókn Matís hafa staðfest að uppruni svæsins E.coli smits megi rekja til hakks frá Kjarnafæði sem hafi ekki verið meðhöndlað með réttum hætti á leikskólanum með tilliti til hreinlætis. Um 45 börn hafa veikst af sýkingunni. Fjögur voru á gjörgæslu í gær og 11 inniliggjandi á Barnaspítalanum. Börnin berjist fyrir lífi sínu Anna Lára Pálsdóttir er amma Péturs Helga, fjögurra ára stráks á Mánagarði. Hún er þungt hugsi vegna málsins. Almennt sé gengið út frá því að lítil börn séu örugg á leikskólum sínum en svo hafi sýkingin komið upp á Mánagarði. „Við erum ekki að tala um einhverja magakveisu, þessi börn eru bókstaflega búin að berjast fyrir lífi sínu síðan,“ segir Anna Lára í færslu á Facebook. „Pétur Helgi er búinn að vera með blóðugan niðurgang í tvær vikur og það er gríðarlegt álag á lítinn kropp. Hann hefur verið í nokkurskonar gjörgæslu sl. vikuna þar sem lífsmörk eru tekin á fjögurra tíma fresti allan sólarhringinn og blóðgildi lesin á tólf tíma fresti.“ Hryllingur að koma upp æðalegg Hann hafi verið með magakrampa og uppköst, nánast ekkert nærst en stöðugt fengið vökva og glúkósa í æð. „Það var hryllingur að koma æðaleggnum upp því hann var orðinn svo þurr og má varla orðið snerta barnið án þess að hann kveinki sér því það er búið að stinga og pota svo mikið í hann. Nýrnastarfsemin hefur verið skert og vökvagjöfin þar af leiðandi safnast upp í bjúg um allan líkamann.“ Litlu hendurnar hafi litið út eins og uppblásnir latexhanskar. „Hann hefur þurft blóðgjafir því bakterían ræðst einnig á blóðflögurnar og hann orðinn blóðlítill. Í hvert skipti sem lesið er í blóðgildin tekur óttinn yfir, hvort nú sé botninum náð og komið að innlögn á gjörgæslu. Þar eru börnin sett í blóðskilun til að létta á nýrunum.“ Þörf á áfallastuðningi Sýkingin veldur nýrnabilun og er lífshættuleg. Landspítalinn er líkt og flestir spítalar á vesturlöndum búinn tækjum svo börnin geta farið í blóðskilun. Ef slíkt kæmi upp í þriðja heims ríkjum væru lífslíkur barnanna litlar. „Þið getið rétt ímyndað ykkur angist og örvæntingu foreldranna við að horfa upp á barnið sitt svona veikt. Þið sem þekkið ömmuna vitið að hún fer í „action coping“ og djöflast út um allt. En hvernig sem við dílum við þetta þá erum við öll algjörlega búin á því.“ Hún hugsar til dóttur sinnar og foreldra barnanna sem eru ýmist á gjörgæslu, inniliggjandi eða undir eftirliti Landspítalans. „Ég vona að foreldrum þessara barna verði boðinn áfallastuðningur þegar storminn tekur að lægja. Svona áfall getur haft varanleg áhrif.“ Langt bataferli fram undan Anna Lára segir ljóst að fara þurfi í rannsókn á því hvað nákvæmlega gerðist á Mánagarði. Komast þurfi að því hvaða verkferlar fóru úrskeiðis eða meðhöndlun matvæla. „Þannig að aðrir megi draga lærdóm af. Svona lagað má aldrei gerast aftur.“ Blóðgildi Péturs Helga dóttursonar Önnu Láru hafi verið jákvæðari síðasta sólarhringinn og þau geta leikið sér aðeins saman með bíla. Þá virðist hann loksins vera farinn að geta spyrnt sér upp. „Við erum þó enn stödd úti í miðri á og langt bataferli fram undan.“ Leikskólar E. coli-sýking á Mánagarði Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Börnin á Mánagarði sem er leikskóli rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í vesturbæ Reykjavíkur fengu hakk og spaghettí í matinn þann 17. október. Rannsókn Matís hafa staðfest að uppruni svæsins E.coli smits megi rekja til hakks frá Kjarnafæði sem hafi ekki verið meðhöndlað með réttum hætti á leikskólanum með tilliti til hreinlætis. Um 45 börn hafa veikst af sýkingunni. Fjögur voru á gjörgæslu í gær og 11 inniliggjandi á Barnaspítalanum. Börnin berjist fyrir lífi sínu Anna Lára Pálsdóttir er amma Péturs Helga, fjögurra ára stráks á Mánagarði. Hún er þungt hugsi vegna málsins. Almennt sé gengið út frá því að lítil börn séu örugg á leikskólum sínum en svo hafi sýkingin komið upp á Mánagarði. „Við erum ekki að tala um einhverja magakveisu, þessi börn eru bókstaflega búin að berjast fyrir lífi sínu síðan,“ segir Anna Lára í færslu á Facebook. „Pétur Helgi er búinn að vera með blóðugan niðurgang í tvær vikur og það er gríðarlegt álag á lítinn kropp. Hann hefur verið í nokkurskonar gjörgæslu sl. vikuna þar sem lífsmörk eru tekin á fjögurra tíma fresti allan sólarhringinn og blóðgildi lesin á tólf tíma fresti.“ Hryllingur að koma upp æðalegg Hann hafi verið með magakrampa og uppköst, nánast ekkert nærst en stöðugt fengið vökva og glúkósa í æð. „Það var hryllingur að koma æðaleggnum upp því hann var orðinn svo þurr og má varla orðið snerta barnið án þess að hann kveinki sér því það er búið að stinga og pota svo mikið í hann. Nýrnastarfsemin hefur verið skert og vökvagjöfin þar af leiðandi safnast upp í bjúg um allan líkamann.“ Litlu hendurnar hafi litið út eins og uppblásnir latexhanskar. „Hann hefur þurft blóðgjafir því bakterían ræðst einnig á blóðflögurnar og hann orðinn blóðlítill. Í hvert skipti sem lesið er í blóðgildin tekur óttinn yfir, hvort nú sé botninum náð og komið að innlögn á gjörgæslu. Þar eru börnin sett í blóðskilun til að létta á nýrunum.“ Þörf á áfallastuðningi Sýkingin veldur nýrnabilun og er lífshættuleg. Landspítalinn er líkt og flestir spítalar á vesturlöndum búinn tækjum svo börnin geta farið í blóðskilun. Ef slíkt kæmi upp í þriðja heims ríkjum væru lífslíkur barnanna litlar. „Þið getið rétt ímyndað ykkur angist og örvæntingu foreldranna við að horfa upp á barnið sitt svona veikt. Þið sem þekkið ömmuna vitið að hún fer í „action coping“ og djöflast út um allt. En hvernig sem við dílum við þetta þá erum við öll algjörlega búin á því.“ Hún hugsar til dóttur sinnar og foreldra barnanna sem eru ýmist á gjörgæslu, inniliggjandi eða undir eftirliti Landspítalans. „Ég vona að foreldrum þessara barna verði boðinn áfallastuðningur þegar storminn tekur að lægja. Svona áfall getur haft varanleg áhrif.“ Langt bataferli fram undan Anna Lára segir ljóst að fara þurfi í rannsókn á því hvað nákvæmlega gerðist á Mánagarði. Komast þurfi að því hvaða verkferlar fóru úrskeiðis eða meðhöndlun matvæla. „Þannig að aðrir megi draga lærdóm af. Svona lagað má aldrei gerast aftur.“ Blóðgildi Péturs Helga dóttursonar Önnu Láru hafi verið jákvæðari síðasta sólarhringinn og þau geta leikið sér aðeins saman með bíla. Þá virðist hann loksins vera farinn að geta spyrnt sér upp. „Við erum þó enn stödd úti í miðri á og langt bataferli fram undan.“
Leikskólar E. coli-sýking á Mánagarði Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira