Fótbolti

Kol­beinn skoraði í síðasta heima­leik tíma­bilsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Miðjumaðurinn Kolbeinn Þórðarson hefur spilað 25 af 29 leikjum Göteborg á tímabilinu. Gefið tvær stoðsendingar og skoraði sitt annað mark í dag.
Miðjumaðurinn Kolbeinn Þórðarson hefur spilað 25 af 29 leikjum Göteborg á tímabilinu. Gefið tvær stoðsendingar og skoraði sitt annað mark í dag. IFK GöTEBORG

Kolbeinn Þórðarson skoraði mark Göteborg í 1-1 jafntefli gegn Kalmar í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Uppselt var á leikinn, líkt og á alla heimaleiki Göteborg á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist frá því Gamla Ullevi var enduropnaður árið 2009.

Mark Kolbeins var skorað í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom eftir gott spil upp vinstri vænginn, bakvörðurinn Anders Trodsen gaf boltann svo fyrir á Kolbein sem stangaði niður í jörðina og boltinn skoppaði yfir línuna.

Gestirnir frá Kalmar jöfnuðu metin á 78. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu Melkers Hallberg.

IFK Göteborg er búið að bjarga sér frá falli og situr sem stendur í 11. sæti en Kalmar er í slæmri stöðu, liðið er í 15. sæti og mun annað hvort falla beint niður eða spila umspilsleik við liðið sem endaði í þriðja sæti næstefstu deildar.

Aðrir Íslendingar í Svíþjóð

Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir sænsku meistaranna Malmö í 2-2 jafntefli gegn Hammarby. Malmö er þegar búið að tryggja sér titilinn. 

Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði Elfsborg sem vann Vasteras 1-0. Eggert Aron var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik. Elfsborg er í 6. sæti og á ekki möguleika á Evrópusæti í lokaumferðinni næstu helgi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×