Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. nóvember 2024 20:15 Fjölda fólks er enn saknað vegna flóðanna og búist er við að tala látinna hækki enn fremur. EPA Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensíahéraði á Spáni til aðstoðar vegna hamfaraflóða sem gengu þar yfir í byrjun vikunnar. Þó að sjálfboðaliðum sé gott eitt í huga hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til almennra borgara að halda sig frá flóðasvæðum, þar sem mannfjöldinn hafi reynst viðbragðsaðilum til trafala. Stjórnvöld hafa þótt svifasein í viðbrögðum sínum og sætt gagnrýni fyrir. Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar fyrirskipaði loks stóraukið viðbragð í dag. Tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Aldrei hafa fleiri spænskir hermenn verið kvaddir til á friðartímum. Í aðgerðinni felst meðal annars að dæla vatni úr neðanjarðargöngum og bílakjöllurum, þar sem talið er að fólk hafi orðið innlyksa þegar flóðin skullu á. Sánchez sagði viðbragðið þó ekki nægilega mikið og benti á að enn séu mörg heimili eyðilögð og margir í neyð. Hann hét þrotlausri vinnu her- og lögreglumanna þar til líf allra væri komið í eðlilegt horf á ný. Að minnsta kosti 211 manns létu lífið í flóðunum og er búist við að tala látinna haldi áfram að hækka. Í flóðunum eyðilögðust brýr og heilu bæjarfélögin voru án matar og rafmagns vegna þeirra. Veðurviðvaranir eru enn í gildi í norðaustur- og suðurhluta Spánar og verða út morgundaginn hið minnsta. Þegar eru um 1700 björgunarmenn að störfum í Valensíahéraði þrátt fyrir að von um að fleiri finnist á lífi fari dvínandi. Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þó að sjálfboðaliðum sé gott eitt í huga hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til almennra borgara að halda sig frá flóðasvæðum, þar sem mannfjöldinn hafi reynst viðbragðsaðilum til trafala. Stjórnvöld hafa þótt svifasein í viðbrögðum sínum og sætt gagnrýni fyrir. Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar fyrirskipaði loks stóraukið viðbragð í dag. Tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Aldrei hafa fleiri spænskir hermenn verið kvaddir til á friðartímum. Í aðgerðinni felst meðal annars að dæla vatni úr neðanjarðargöngum og bílakjöllurum, þar sem talið er að fólk hafi orðið innlyksa þegar flóðin skullu á. Sánchez sagði viðbragðið þó ekki nægilega mikið og benti á að enn séu mörg heimili eyðilögð og margir í neyð. Hann hét þrotlausri vinnu her- og lögreglumanna þar til líf allra væri komið í eðlilegt horf á ný. Að minnsta kosti 211 manns létu lífið í flóðunum og er búist við að tala látinna haldi áfram að hækka. Í flóðunum eyðilögðust brýr og heilu bæjarfélögin voru án matar og rafmagns vegna þeirra. Veðurviðvaranir eru enn í gildi í norðaustur- og suðurhluta Spánar og verða út morgundaginn hið minnsta. Þegar eru um 1700 björgunarmenn að störfum í Valensíahéraði þrátt fyrir að von um að fleiri finnist á lífi fari dvínandi.
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira