Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson skrifar 3. nóvember 2024 07:02 Læknar grínast oft með að þeir séu ein meðvirkasta stétt landsins. Blindaðir ef umhyggju gagnvart sjúklingum eru þeir tilbúnir að láta ýmislegt yfir sig ganga. Þeir vinna lengur án kaups, sinna sjúklingum á göngum og hlaupa sífellt undir bagga með kerfi sem virðist ekki alltaf vera með þeim í liði. Eftir sjö mánaða þóf við kjarasamningsborðið ákváðu læknar að boða til verkfalla í þeirri von að meiri hreyfing kæmist á kjaraviðræðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti lækna samþykkti verkfallsboðun, eða tæp 93% þar sem kosningaþátttaka var rúmlega 83%. Það er kannski merki um umrædda meðvirkni að boðaðar verkfallsaðgerðir voru einkar hóflegar. Samkvæmt útgefnu verkfallsplani áttu mismunandi starfsstöðvar lækna, til að byrja með, að leggja niður störf, einn dag í senn aðra vikuna en enga daga hina vikuna. Þannig áttu mismunandi svið Landspítalans að leggja niður störf á mismunandi dögum. Það þýddi til dæmis að ég, sem starfa sem læknir á lyflækningasviði Landspítalans, átti að leggja niður störf í einn dag, aðra hvora viku fram að jólum. Hjá öðrum starfsstéttum ríkisins kallast slíkt fyrirkomulag stytting vinnuvikunnar, sem enn er ósamið um við lækna. Það voru því mikil vonbrigði að sjá viðbrögð ríkisins við boðuðum verkfallsaðgerðum lækna. Ríkið telur þær ólöglegar. Taka skal fram að Læknafélag Íslands hefur aðeins einu sinni áður farið í verkfall. Þá var fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og verkfalls eins og nú. Þá taldi ríkið þær ekki ólöglegar. Núna, 10 árum seinna telur ríkið að greiða hefði átt atkvæði öðruvísi og að það sé ólöglegt að mismunandi svið Landspítalans fari í verkfall á mismunandi tímum. Ríkið vill frekar að allir læknar Landspítala leggi niður störf samtímis, annars sé vinnustöðvunin á Landspítalanum ólögleg. Læknum er létt að meðvirkni þeirra hafi loks verið talin ólögmæt. Það þarf að endurskipuleggja verkfallsaðgerðir til þess að koma til móts við kröfur ríkisins og tryggja lögmæt verkföll. Við þeim kröfum ríkisins telja læknar sjálfsagt að verða. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Læknar grínast oft með að þeir séu ein meðvirkasta stétt landsins. Blindaðir ef umhyggju gagnvart sjúklingum eru þeir tilbúnir að láta ýmislegt yfir sig ganga. Þeir vinna lengur án kaups, sinna sjúklingum á göngum og hlaupa sífellt undir bagga með kerfi sem virðist ekki alltaf vera með þeim í liði. Eftir sjö mánaða þóf við kjarasamningsborðið ákváðu læknar að boða til verkfalla í þeirri von að meiri hreyfing kæmist á kjaraviðræðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti lækna samþykkti verkfallsboðun, eða tæp 93% þar sem kosningaþátttaka var rúmlega 83%. Það er kannski merki um umrædda meðvirkni að boðaðar verkfallsaðgerðir voru einkar hóflegar. Samkvæmt útgefnu verkfallsplani áttu mismunandi starfsstöðvar lækna, til að byrja með, að leggja niður störf, einn dag í senn aðra vikuna en enga daga hina vikuna. Þannig áttu mismunandi svið Landspítalans að leggja niður störf á mismunandi dögum. Það þýddi til dæmis að ég, sem starfa sem læknir á lyflækningasviði Landspítalans, átti að leggja niður störf í einn dag, aðra hvora viku fram að jólum. Hjá öðrum starfsstéttum ríkisins kallast slíkt fyrirkomulag stytting vinnuvikunnar, sem enn er ósamið um við lækna. Það voru því mikil vonbrigði að sjá viðbrögð ríkisins við boðuðum verkfallsaðgerðum lækna. Ríkið telur þær ólöglegar. Taka skal fram að Læknafélag Íslands hefur aðeins einu sinni áður farið í verkfall. Þá var fyrirkomulag atkvæðagreiðslu og verkfalls eins og nú. Þá taldi ríkið þær ekki ólöglegar. Núna, 10 árum seinna telur ríkið að greiða hefði átt atkvæði öðruvísi og að það sé ólöglegt að mismunandi svið Landspítalans fari í verkfall á mismunandi tímum. Ríkið vill frekar að allir læknar Landspítala leggi niður störf samtímis, annars sé vinnustöðvunin á Landspítalanum ólögleg. Læknum er létt að meðvirkni þeirra hafi loks verið talin ólögmæt. Það þarf að endurskipuleggja verkfallsaðgerðir til þess að koma til móts við kröfur ríkisins og tryggja lögmæt verkföll. Við þeim kröfum ríkisins telja læknar sjálfsagt að verða. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun