Körfubolti

„Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
ÍR hefur ekki enn unnið leik í Bónus deildinni.
ÍR hefur ekki enn unnið leik í Bónus deildinni. vísir / diego

ÍR tókst næstum því að vinna leik í Bónus deild karla síðasta fimmtudag en kastaði forystunni frá sér undir lokin gegn Álftanesi. Haukar eru einnig án sigurs eftir eins stigs tap gegn Þór Þorlákshöfn. Farið var yfir lánlausu liðin á Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sport í gær.

„Ég var farinn að sjá sigur hjá þeim. Þeir voru komnir ellefu stigum yfir en síðustu fimm mínútur leiksins gerðist eitthvað sem Ísak Wium [þjálfari liðsins] vildi sennilega ekki að mynda gerast,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson og opnaði umræðuna.

Með honum í setti voru sérfræðingarnir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, sem halda einnig úti hlaðvarpsþættinum GAZið.

„ÍR-ingar voru ekki lakari aðilinn í þessum leik en svo þurfa þeir að loka sterkt, hitta skotum og það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni úr því sem komið er. En ekkert að frammistöðunni,“ sagði Pavel.

„Ef þú nærð því ekki [að vinna], þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að loka leikjunum. Á einhverjum tímapunkti þá brotnarðu bara og þetta verður algjörlega andlaust. Þá er voðalega erfitt að snúa til baka úr því,“ sagði Helgi.

Klippa: Sigurlausu liðin í Bónus deild karla

Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×