Þau hýrast enn á Sævarhöfða Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 3. nóvember 2024 08:02 Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar. Ég hef ítrekað spurt borgarritara sem er með málið á sínu borði hvenær við eigum að funda um framhald þessa máls. Tvisvar hef ég sent honum skeyti og tvívegis spurt hann á göngum um stöðu mála. Hann hefur jánkað að það verði fundur en svo heyrist ekki neitt. Ég óttast mjög að borgarstjóri ætli að bíða af sér þetta mál þar til hjólhýsabúar gefist upp. Það er ótrúlegt því það er ekki eins og það bíði húsnæði fyrir þetta fólk. Þarna er þess utan um blandaðan hóp að ræða, að hluta til fólk sem velur þetta íbúaform. Flokkur fólksins hefur barist fyrir þennan hóp með kjafti og klóm frá 2018. Í lok sumars var málið til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Borgarstjóri hafði þá lýst viðhorfi sínu til hópsins og hjólhýsasvæðis í borginni í fréttamiðlum. Þar lýsti hann sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi og við það virðist sitja. Tillögur lagðar fram um hentug svæði Flokkur fólksins í borgarstjórn lagði fram tillögu um að ákveðin svæði í þessu sambandi verði skoðuð. Lagt er til að svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn, verði skoðað og einnig svæði í Gufunesi verði skoðað. Þar er auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús og skemmtigarður. Þarna er bæði rafmagn og vatn. Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn: Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær langleiðina upp að golfvelli, og Rauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur en þyrfti að búa til lítinn veg. Þarna er stutt í þjónustu. Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið uppi á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðveg 1 við Rauðhóla. Óvissan að buga fólkið Tillögunni var hafnað og er staðan með öllu óbreytt. Óvissa hefur árum saman ríkt um málefni hópsins sem hefur mátt þola að vita aldrei hversu lengi þeir fá að vera á hjólasvæðum. Hjólhýsabúar eru staðsettir nánast á sorphaug við Sævarhöfða sem stendur og utandyra er lítið um frið og rósemd. Þau hafa orðið fyrir stöðugu áreiti af alls kyns toga. Samtök hjólabúa hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja í samstarfi við hjólhýsabúa. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að skilja eigi þennan hóp eftir út í kuldanum af hræðslu við að borgin sitji uppi með risastóran „trailer park“ sem borgarstjóra finnst svo óaðlaðandi og hræðileg hugmynd sbr. málflutning hans í fréttum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Reykjavík Flokkur fólksins Tjaldsvæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar. Ég hef ítrekað spurt borgarritara sem er með málið á sínu borði hvenær við eigum að funda um framhald þessa máls. Tvisvar hef ég sent honum skeyti og tvívegis spurt hann á göngum um stöðu mála. Hann hefur jánkað að það verði fundur en svo heyrist ekki neitt. Ég óttast mjög að borgarstjóri ætli að bíða af sér þetta mál þar til hjólhýsabúar gefist upp. Það er ótrúlegt því það er ekki eins og það bíði húsnæði fyrir þetta fólk. Þarna er þess utan um blandaðan hóp að ræða, að hluta til fólk sem velur þetta íbúaform. Flokkur fólksins hefur barist fyrir þennan hóp með kjafti og klóm frá 2018. Í lok sumars var málið til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Borgarstjóri hafði þá lýst viðhorfi sínu til hópsins og hjólhýsasvæðis í borginni í fréttamiðlum. Þar lýsti hann sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi og við það virðist sitja. Tillögur lagðar fram um hentug svæði Flokkur fólksins í borgarstjórn lagði fram tillögu um að ákveðin svæði í þessu sambandi verði skoðuð. Lagt er til að svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn, verði skoðað og einnig svæði í Gufunesi verði skoðað. Þar er auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús og skemmtigarður. Þarna er bæði rafmagn og vatn. Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn: Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær langleiðina upp að golfvelli, og Rauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur en þyrfti að búa til lítinn veg. Þarna er stutt í þjónustu. Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið uppi á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðveg 1 við Rauðhóla. Óvissan að buga fólkið Tillögunni var hafnað og er staðan með öllu óbreytt. Óvissa hefur árum saman ríkt um málefni hópsins sem hefur mátt þola að vita aldrei hversu lengi þeir fá að vera á hjólasvæðum. Hjólhýsabúar eru staðsettir nánast á sorphaug við Sævarhöfða sem stendur og utandyra er lítið um frið og rósemd. Þau hafa orðið fyrir stöðugu áreiti af alls kyns toga. Samtök hjólabúa hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja í samstarfi við hjólhýsabúa. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að skilja eigi þennan hóp eftir út í kuldanum af hræðslu við að borgin sitji uppi með risastóran „trailer park“ sem borgarstjóra finnst svo óaðlaðandi og hræðileg hugmynd sbr. málflutning hans í fréttum. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun